Líðandi stund

Ég er nú svona að hugsa um að skella inn einni færslu fyrir sumarið.

Tíminn er fljótur að líða og áður en maður veit af á maður tannlausa 6 ára stelpu, sem veit hvað hún vill, 9 ára strák sem er farinn að semja tónlist og 2 ára stubb sem hefur orku og sjálfstæðan vilja á við........ mann sjálfan! hehe

Lífið er yndislegt, sólin skín og sjómannadagurinn framundan og þetta árið verður stórglæsileg dagskrá hér á Eskifirði.

Hér var að opna nýtt kaffihús í gær og nú er líka verið að opna Randulfssjóhús í fyrsta sinn fyrir almenningi, en það er byggt 1890 og að koma þangað inn er ótrúlegt.  Á efri hæðinni var verbúð og maður finnur enn lyktina af mönnunum sem þar dvöldu og það er bara eins og þeir hafi rétt skroppið á ball.   Ég hvet alla sem eru á faraldsfæti að kíkja þangað í sumar.

Ég er á leið til Noregs í fyrramálið að kynna mér, með 12 öðrum, hvernig Norðmenn hafa byggt upp sína ferðaþjónustu í kringum sína strandmenningu og aðra menningu.  Við fljúgum til Oslóar og svo beint áfram til Molde og keyrum svo á 7 dögum til Bergen og fljúgum þaðan heim.  Svaka spennó og 5 héðan af Austurlandi að fara.  Ég vænti þess að við verðum svo uppfull af hugmyndum þegar við komum heim!

Ég er að berjast við að opna heimasíðuna okkar hjá Tanna Travel www.tannitravel.is og þar set ég inn myndir af þessari ferð þegar ég kem til baka.

Held ég láti þetta nægja í bili, ekkert heimspekilegt, bara líðandi stund.

Við skjáumst og sjáumst, góðar stundir.

DMS. 


Vorið er komið...

...og grundirnar gróa, gilin og lækirnir fossa á brún.

Syngur í runni og senn kemur lóa, svanur á tjarnir og þröstur í tún.

Nú tekur hýrna um hólma og sker, hreiðra sig blikinn og æðurin fer.

 Hæðirnar brosa og hlíðarnar dala, hóar þar smali og rekur á ból,

lömbin sér una um blómgaða bala, börnin sér leika að skeljum á hól.

 Er þetta ekki bara svona?  Eða teljum við okkur trú um eitthvað annað, kvef fylgi vorinu, allt verði ljótt og blautt, það hlýni ekki nógu hratt, snjórinn sé endalaus, rykið sjáist of vel, skólinn að verða búinn úff, hvernig höfum við ofan af f. börnunum............ og svoooo framvegis.

Ég trúi því að hver dagur sé sá besti í lífinu og ég er svooo löngu búin að gleyma á morgun hvernig veðrið var í gær.

Kíkið á þetta myndband og "jútúbið" svo Jim Rohn og horfið á eitt myndband á dag og lífið verður bara nákvæmlega eins og við sjáum það fyrir okkur, ekki eins og einhver annar leggur það upp í hendurnar á okkur Grin

Sjáumst og skjáumst. 


Ég ræð

Alveg frábærar fréttir...... ÉG RÆÐ Í MÍNU LÍFI og þú í þínu W00t

Vinur minn Denis Waitley gaf mér leyfi í morgun, á meðan ég hljóp á brettinu, beint í bæði eyrun á mér, til þess að ráða sjálf hvað ég geri.

Ég ætla svo að áframgefa þetta leyfi til ykkar allra og segja eins og maðurinn

"Það deyr enginn" þó við...

...förum ekki á fætur á morgnana - það er bara miklu skemmtilegra að fara fram úr Grin

...eignumst ekki börn - það er bara svo gaman að takast á við krefjandi verkefni Cool

...séum ekki í vinnu - það er bara betra Wink

...eigum engin áhugamál - það er bara .......frábært! Whistling

...séum vansæl - það er bara svo ótrúlegt að vera sæll og glaður, alltaf! LoL

...upplifum okkur sem "loosers" - það er samt svo ótrúlegt að vera "winner" Cool

...eigum enga vini - gefur lífinu bara meira gildi að vera sú persóna sem fólk vill vera með Kissing

...séum heilsulaus - en lífið býður uppá svo miklu miklu meira ef við erum heilsuhraust Happy

...endalaust neikvæð - það er allt bara svo æðislegt ef við erum jákvæð Wizard

og eins og ég sagði, þá ræð ég mínu vali og ég vel að fara á fætur á morgnana, tekst á við krefjandi verkefni,  sinni frábærum vinnum, á fullt af áhugamálum, er sæl og glöð, er algjör winner, á mikið af góðum vinum, er mjög heilsuhraust og alltaf jákvæð.

Hvert er þitt val í lífinu þínu? 


Hver erum við?

Fermingarsystir mín var að missa föður sinn, blessuð sé minning hans, hann fór skyndilega, hún er með rúmlega 1 árs gamla stelpu, fyrsta barn hennar, hún mun aldrei muna eftir afa sínum...... þetta hefði getað verið pabbi minn, eða pabbi þinn!

Dauðinn fær mann til að hugsa, hugsa um hluti sem maður tekur sem allt of sjálfsögðum hlut, hver er ég, hvert er mitt hlutverk hér, hvað ef ég verð ekki lengur hér á morgun, hvað ef ég lifi börnin mín, hvað ef maki minn deyr, hvað ef ég skil við einhvern í ósætti og fæ aldrei tækifæri til að laga það, hvað ef, hvað ef, hvað ef.....?

Maður gerir sér enga grein fyrir hve samverustundir við þá sem manni þykir vænt um, vini og vandamenn, eru mikilvægar.  Það er ekki nema þegar maður fær svona fréttir um dauðsföll sem maður virkilega fer að meta þær dýrmætu mínútur, klukkustundir, daga, vikur og ár sem maður á í samskiptum við fólk.

Tíminn milli lífs og dauða er enginn og maður veit ekki hver fer næstur.

Ég hef sett mér það sem markmið að skilja aldrei við neinn í ósætti og fara aldrei að sofa ósátt.  Það er ekkert alltaf auðvelt, en ég verð alltaf betri og betri í því.  Ég kyssi börnin mín ALLTAF góða nótt áður en ég fer að sofa.... því maður veit ALDREI!


Hvað eigum við langt eftir?

Ég hlusta gjarnan á eitthvað af diskunum mínum með "personal development" safninu mínu á hverjum degi.  Upp úr þeim pikka ég alltaf einhverja góða punkta.

Í morgun var t.d snillingurinn hann Jim Rohn aða velta upp þeirri spurningu hvað maður ætti virkilega langt eftir?  Hann lagði það upp þannig að maður ætti að telja skiptin, ekki árin.  HVAÐ MEINAR HANN MEÐ ÞVÍ?

Jú, ef maður...

...fer í laxveiði einu sinni á ári, á maður þá 20 ár eftir í veiði, eða 20 skipti??

...hittir góðvin sinn sem býr erlendis, einu sinni á fimm ára fresti, á maður þá 20 ár eftir, eða 4 skipti?

...fer í góða útilegu með vinum á tveggja ára fresti, á maður þá 20 ár eftir, eða 10 skipti?

...á gæðastund með makanum einu sinni í mánuði, á maður þá 20 ár eftir (7300 daga) eða 240 skipti?

...hugsar um að rækta líkamann sinn og huga á hverjum degi, þá eru það 7300 skipti og þá verða 20 árin sem maður er að hugsa um að svo mörgum skiptum í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur, að eftir öll þau skipti á maður önnur 7300 skipti eftir og svo önnur og önnur og önnur.

Spörum ekki "skiptin", njótum lífsins, ræktum líkama, sál, fjölskyldu, vini, vinnu, áhugmál, frelsið og....... öll "skiptin" í lífinu! Wink Geymum ekki veiðina, útileguna, gæðastundina og allt það þangað til næst, því þá er einu skiptinu færra!

 svo segir maður bara eins og í talstöðinni í gamla daga,

"SKIPTI" 


Ég er góð!

Gleðilegt ár!! hehe

Maður sofnar nú bara fyrr en sólin hérna og vaknar seinna..... en engar áhyggjur, ég er góð, eins og sagt er. Grin

Ég ætla  nú ekki að hafa þetta langt, en ég áttaði mig allt í einu á hvaða dagar eru framundan og get því ekki annað en hugsað um Herba-óvissuferðina góðu sem við Solla Stöð skipulögðum fyrir um rétt tæpu ári síðan.  Það fékk mig til að hugsa um það að framundan er "MAKADAGURINN", já það er rétt, makadagurinn er 9. febrúar og ber að halda upp á hann með pompi og prakt.

Því er bara að fylgjast með hvað okkur dettur skemmtilegt í hug að skipuleggja Wizard  ERTU QUALIFIED?

glaðar stundir, DMS. 


Hver stelur draumunum manns?

Ég er oft að velta því fyrir mér hver það sé helst sem steli draumunum manns og ég komst að því að oftast er það fólkið sem næst manni stendur Shocking

Hvaða fræga leikara heldurðu að standi ekki á sama þó við eigum stóra drauma, hvaða afgreiðslukonu í búð heldurðu að sé ekki sama, eða flugfreyjunni þegar við fljúgum, eða konunni sem passar börnin okkar, eða tannlækninum okkar eða gamla skólafélaganum sem við vitum ekki einu sinni lengur hvar á heima....

Það er fólkið sem næst okkur stendur sem finnst það vera skylda sín að draga okkur niður úr skýjunum þegar við förum að tala um þyrlur, sumarhús, snekkjur, flugvélar, matráðskonur, heita potta, hesthús...... o.s.frv. en ég held að það sé ekki vegna þess að þetta fólk sem við elskum mest, maki, börn, bestu vinir, foreldrar, ömmur, afar, vilji gera lítið úr okkur og láta okkur líða illa, heldur vegna þess að það er hrætt... það er hrætt við að þurfa að hjálpa okkur að tína upp brotin, brot vonbrigðanna, þegar hlutirnir ganga ekki eins og þeir gengu í draumunum.

Þá spyr maður sig:  Hvað get ég gert til þess að ég þurfi aldrei að fá hjálp frá neinum við að tína upp vonbrigðarbrotin heldur bara að hafa fullt af fólki með mér í að samfagna öllum áföngunum í lífinu?

Það er sjálfsagt margt... en ég held að til þess að það geti gerst verði maður að vinna í sjálfum sér á hverjum degi, maður þarf að læra sjálfsagann sem þarf til þess að vinna vinnuna þó að sólin skíni, maður verður að hafa gott skipulag á sjálfum sér til þess að geta sinnt fjölskyldunni og sjálfum sér með vinnunni sinni, maður þarf að hafa þolinmæði og maður þarf að vera sterkur þegar allir toga í mann og segja manni að það sé betra að skríða á jörðinni en fljúga frjáls um loftin blá!

Þá spyr maður sig aftur:  Hvernig vinnur maður í sjálfum sér?

Það er góð spurning, eins og þær eru svo margar!  En ég hlusta og hlusta og hlusta og hlusta og les og les og les og les á hverjum einasta degi jákvæða uppbyggingu, hvort sem það er Guðjón Bergmann, Barbara Berger, Guðrún Bergmann, Jim Rohn, Denis Waitley, Brian Tracy, Mark Hughes, Vic Johnson...... og svona mætti lengi telja, ég les og hlusta á allt sem ég kemst yfir, sumt tileinka ég mér, annað ekki.... og að lokum til að kóróna allan þennan lestur og þessa hlustun, sem samanlagt tekur um 1/2 tíma til 1 klst. á dag, vel ég mér að umgangast jákvætt fólk sem á sér stóra drauma eins og ég!

Ótrúlegt... og ég finn og ég trúi að þetta er bara byrjunin á einhverju miklu stærra! Grin


Horft út um gluggann

Mér verður stundum hugsað til þess hvað aðrir "sjá" þegar þeir horfa út um gluggann hjá sér!

Þegar ég horfi út um gluggann minn, þá sé ég Hólmatindinn minn, Hólmaborgina mína, hafið mitt, göturnar mínar, smábátahöfnina mína, sólina mína, æskuna mína, ég sé og finn hversu vel mér líður, ég sé framtíðina mína og ég sé draumana mína rætast.

Það er sama hvernig viðrar, þetta er alltaf það sem ég sé og það er vegna þess að ég veit nákvæmlega hvert ég er að stefna í lífinu.

Þess vegna hugsa ég oft um það hvað aðrir "sjá" því allt of margir hafa ekki hugmynd um hvert þeir eru að stefna og sjá því kannski frekar rigninguna og fjallið sem skyggir á sólina!

hmmmm... bara pæling!


Eigum við ekki bara að passa okkur og lifa lífinu "ÖRUGGU"??

Er þetta ekki eitthvað sem maður ætti virkilega að hafa til umhugsunar í lífinu? 

A parable of a cautious man.

There was a very cautious man who rarely laughed or cried
He never won, he never lost, he never really tried
Then one day he passed away his insurance was denied
They claimed because he never lived he never really died

                                                          Denis Waitley www.waitley.com

Dæmisaga um varkáran mann.

Eitt sinn varkár maður var sem sjaldan hló eða grét
Tók aldrei séns, misst’aldrei neitt, sér ekkert eftirlét
Einn dag hann gaf upp öndina, en bætur enginn sá
Þeir sögðu fyrst hann lifð’aldrei, hann gæt’ei fallið frá

íslensk þýðir:  Ævar Þórólfsson


Hvernig var nú sagan...?

Börnin í fjölskyldunni voru nokkur...  Allir hlökkuðu til þakkargjörðarhátíðarinnar...  Í nágrenninu var munaðarleysingjaheimili...  Mamman tók börn þaðan inn á heimilið yfir hátíðina ár eftir ár...  Einn sonurinn var ekki alveg nógu sáttur...  Hann nefndi þetta við mömmu sína...  Af hverju ókunnug börn þyrftu að vera að þvælast á þeirra heimili á svona sérstökum tíma...

HÚN SAGÐI:

My dear, to those who are given much, much is expected!

Sonurinn er Michael O. Johnson, forstjóri Herbalife og hann segir þessa sögu gjarnan þegar hann kynnir Herbalife Familiy Foundation, www.herbalifefamily.org

Ég styrki Herbalife Family Foundation, sem og nokkur önnur góð málefni innanlands sem utan!

Mér finnst ég nefnilega vera "given much", ég á þrjú heilbrigð yndislegt börn, yndislegan eiginmann, heilbrigða foreldra, góða vini, stríðslaust umhverfi, stórbrotið orkumikið landslag, tækifæri til að vera ég sjálf, ég er metin að verðleikum, öruggt heimili, nóg að borða, hlýtt rúm, drauma og, og, og............

FYRIR ÞETTA ÞAKKA ÉG Á HVERJUM DEGI! Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband