Tíminn líður hratt

en kannski bara ekkert hraðar en við veljum.

Erum það ekki við sem veljum að vera allt í öllu allsstaðar, eða að sitja bara f. framan sjónvarpið og dorma? Eða eins og Zig Ziglar segir "það var engin tilviljun að ég var vel yfir 100 kg. að þyngd, ég hef aldrei borðað neitt af tilviljun.... ég valdi það að borða of mikið og þ.a.l. að vera of þungur".

Er það tilviljun að tíminn líði hratt?

Það þarfnast góðs skipulags og stórra drauma og skýrra markmiða ef maður ætlar ekki að missa tímann fram úr sér og það gengur alltaf betur og betur að ná tökum á því.... en ég held, að ef maður byrji aldrei, þá missir maður allt út úr höndunum, tíminn kemur aftan að manni og maður endar ævina hugsandi, bara að ég hefði skipulagt mig aðeins betur, þá hefði ég.....

Minn mesti ótti er eftirsjá og þess vegna tek ég allar ákvarðanir mjög meðvitað og sé aldrei eftir neinu.   Ég gæti alveg velt mér upp úr því daglega af hverju ég tók þá ákvörðun að vinna í eigin rekstri í ferðaþjónustu, af hverju ég bauð mig fram til setu í bæjarstjórn, af hverju ég er í stjórn Markaðsstofu Austurlands, af hverju ég sit í nefndum og ráðum, af Svenni 3ja árahverju ég er í R.vík einu sinni í mánuði til að sinna Herbalife viðskiptunum mínum, af hverju ég á þrjú börn sem öll eiga sitthvort áhugamálið, af hverju af hverju af hverju af hverju......... en ég geri það ekki.

Ég er gríðarlega stolt af öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu, það hefur fært mér þá manneskju sem ég er í dag, ákvarðanir hafa ekki alltaf verið auðveldar en eftirsjáin engin.

Stoltust er ég af þeirri fjölskyldu sem ég hef byggt upp með yndislegum eiginmanni mínum.

Yngsta grjónið varð 3ja ára 25. nóv. sl., ég skelli inn einni mynd af morgunpakkastundinni Kissing

Takk fyrir að heimsækja síðuna mína,

 ekki láta tímann hlaupa frá þér. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda áttu líka að vera stolt af þér og ekkert annað elskan mín. Knúsaðu svo litlu krílin frá mér og manninn þinn :)

Svenni Pjé (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Life will never be the same...!!

Takk fyrir dúllan mín!

Life will never be the same...!!, 2.12.2008 kl. 23:24

3 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Til hamingju með gaurinn um daginn. Þú hefur sko sannarlega efni á því að vera stolt af sjálfri þér og öllu því sem þú ert að áorka. Ég er gífurlega þakklát að hafa kynnst þér og fjölskyldu þinni og sú kynni hafa auðgað mína tilveru heilan helling og gera væntanlega um ókomin ár. KNÚS

Solveig Friðriksdóttir, 7.12.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Life will never be the same...!!

Takk fyrir þetta Solla mín.  Það er sko líka búið að vera gefandi að kynnast þér og þínum, sérstaklega skipulaginu góða! Takk fyrir að vera vinkona mín.

Mikið svakalega hlakka ég til jákvæðu jógahelgarinnar okkar, eigum við að gefa lesendum okkar eitthvað hint með það? 

Life will never be the same...!!, 7.12.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Það er spurning ! En spennandi verður það og afskaplega róandi og gefandi.

Solveig Friðriksdóttir, 9.12.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband