Herbalife-árið mitt 2008

Það er alltaf svo gaman að horfa um öxl og rifja upp allt það skemmtilega sem maður hefur gert í lífinu, ég ætla að láta mér nægja að rifja upp árið 2008 núna Wink
  • Fyrst ber að telja það merka afrek mitt að hafa tekið, í annað sinn, þátt í þríþrautarkeppni í London, nú helmingi lengri vegalengd en árið þar áður.  Synti 1500 m. í Thames River, hjólaði 40 km. á götum Lundúnarborgar og hljóp 10 km. í Docklands London, allt þetta gerði ég á 3 klst og 33 mínútum og var ótrúlega stolt þegar ég kom yfir lokalínuna.
  • Ég fór á 1000 manna sportráðstefnu í Háskólabíói með einum af læknunum í vísindaráði Herbalife, Dr. Luigi Gratton.
  • Var ótrúlega stoltur dreifingaraðili þegar styrktarsamningur Herbalife við Götusmiðjuna var tilkynntur.
  • Hjálpaði fólki að ná ótrúlegum heilsuárangri.
  • Fór til Spánar og sat þjálfun í Barcelona, tók fjölskylduna með og nutum við veðurblíðunnar á ströndinni líka.
  • Steig á Olympíuleikvang Spánverja í Barcelona þar sem við byrjuðum og enduðum 6 km. styrktarhlaup til styrktar Herbalife Family Foundation.
  • Hitti ógrynni af fólki sem hefur náð ótrúlegum árangri í lífinu og fékk tækifæri að læra af þeim.
  • Stóð á sviði og veitti þjálfanir, þ.á.m. um markmiðasetningu.
  • Ræktaði fjölskylduna.
  • Sat 12 Herbalife námskeið innanlands.
  • Hélt utan um önnur 12 slík námskeið með öðru frábæru fólki.
  • Fór til Bornemouth UK á leiðtogaþjálfun Herbalife.
  • Söng á Silfur Dinner Herbalife.
  • Fékk fyrstu íþróttamennina sem dreifingaraðila og viðskiptavini.
  • Hitti og spjallaði við þrefaldan heimsmeistara í Fitness.
  • Lærði ótrúlega mikið um sjálfa mig og varð þar af leiðandi sterkari og verðmætari einstaklingur.

Gaman að deila einnig nokkrum markmiðum með ykkur fyrir Herbalife-árið mitt 2009:

  • Ná skilyrðum í frí til Atlantis Bahamas 2010
  • Fara til Prag í júlí á Evrópu Herbalife þjálfun
  • Hækka mig um þrep í markaðsplani Herbalife.  Verðlauna okkur fjölskylduna með Danmerkurferð þegar það næst.
  • Taka þátt í þríþraut og sportráðstefnu Herbalife í Stokkhólmi.
  • Standa fyrir þríþrautarkeppni á Eskifirði
  • Stofna göngu/skokkhóp, sund- og hjólahóp.
  • Vinna heilsuklúbbabikarinn, bæði einstaklings- og hópabikarinn.
  • Halda áfram að verða sterkari og verðmætari einstaklingur.

Mottóið mitt þetta árið:

Hamingja er ekki eitthvað sem er sjálfsagt, né er hún eitthvað sem þú óskar eftir.  Hamingju skapar þú sjálf/ur.

Ekki hika, fáðu upplýsingar um viðskiptatækifæri Herbalife, þetta er engu líkt LoL

www.heilsufrettir.is/arangur


Laaangþráð!

Hvað haldið þið... er hún ekki bara búin að... eftir mikla bið... að setja upp heimasíðu Tanna Travel.  Það er nú bara ástæða til ærlegrar veislu held ég Smile

Kíkið inn á www.tannitravel.is, þar er er boðið upp á kaffi og með því.

Wizard Wizard Wizard


Ósk

Ég vildi óska þess       

að í öll þau skipti

sem ég hef

berstrípað bifukollu    

hefði ég haft einhverja

hugmynd um hvers ég

óskaði mér helst.

    

Nú bíð ég eftir stjörnuhrapi 

til þess að óska mér þess eins

að regnboginn fylgi þér

hvert sem þú ferð

og fjögurra blaða smárar

vaxi við hvert fótmál þitt.

                                        Ásgrímur Ingi Arngrímsson


Tíminn líður hratt

en kannski bara ekkert hraðar en við veljum.

Erum það ekki við sem veljum að vera allt í öllu allsstaðar, eða að sitja bara f. framan sjónvarpið og dorma? Eða eins og Zig Ziglar segir "það var engin tilviljun að ég var vel yfir 100 kg. að þyngd, ég hef aldrei borðað neitt af tilviljun.... ég valdi það að borða of mikið og þ.a.l. að vera of þungur".

Er það tilviljun að tíminn líði hratt?

Það þarfnast góðs skipulags og stórra drauma og skýrra markmiða ef maður ætlar ekki að missa tímann fram úr sér og það gengur alltaf betur og betur að ná tökum á því.... en ég held, að ef maður byrji aldrei, þá missir maður allt út úr höndunum, tíminn kemur aftan að manni og maður endar ævina hugsandi, bara að ég hefði skipulagt mig aðeins betur, þá hefði ég.....

Minn mesti ótti er eftirsjá og þess vegna tek ég allar ákvarðanir mjög meðvitað og sé aldrei eftir neinu.   Ég gæti alveg velt mér upp úr því daglega af hverju ég tók þá ákvörðun að vinna í eigin rekstri í ferðaþjónustu, af hverju ég bauð mig fram til setu í bæjarstjórn, af hverju ég er í stjórn Markaðsstofu Austurlands, af hverju ég sit í nefndum og ráðum, af Svenni 3ja árahverju ég er í R.vík einu sinni í mánuði til að sinna Herbalife viðskiptunum mínum, af hverju ég á þrjú börn sem öll eiga sitthvort áhugamálið, af hverju af hverju af hverju af hverju......... en ég geri það ekki.

Ég er gríðarlega stolt af öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu, það hefur fært mér þá manneskju sem ég er í dag, ákvarðanir hafa ekki alltaf verið auðveldar en eftirsjáin engin.

Stoltust er ég af þeirri fjölskyldu sem ég hef byggt upp með yndislegum eiginmanni mínum.

Yngsta grjónið varð 3ja ára 25. nóv. sl., ég skelli inn einni mynd af morgunpakkastundinni Kissing

Takk fyrir að heimsækja síðuna mína,

 ekki láta tímann hlaupa frá þér. Wink

 


Að miða

Af hverju nær fólk ekki langt í lífinu...?

Það er ekki vegna þess að það miðar of hátt og hittir ekki... nei... það er vegna þess að það miðar of lágt og hittir......

.

.

.

.

.

.

og sumir miða bara alls ekki neitt!

Ég miða til stjarnanna, en þú? 


CASA HERBALIFE, hvað er það?

Ég segi ekki annað:
Ég er gríðarlega stolt af því að vera Herbalife dreifingaraðili og vera þar með partur af því að hafa vakið athygli Herbalife fyrirtækisins á Götusmiðjunni.
 
Styrktartónleikarnir á sunnudagskvöldið þar sem fram komu margir helstu tónlistarmanna Íslands í dag voru stórkostlegir og ég held að enginn í salnum hafi virkilega gert sér grein fyrir því starfi sem Götusmiðjan er að sinna áður en fyrrverandi skjólstæðingur heimilisins sagði okkur sögu sína.
17 ára þekkti hún ekkert annað en að sprauta sig og ræna fólk, ef hún hefði ekki "rambað" inn til Götusmiðjunnar þá, þá væri hún trúlega ekki á meðal okkar í dag.  Hún er núna 20 ára gömul, lítur mjög vel út og er greinilega í ótrúlega góðu bataferli. 
 
Þökkum fyrir að það er til fólk sem lætur ekkert stoppa sig í markmiðum sínum
Mummi, takk fyrir að vera svona frábær og ósérhlífinn, það þarf alltaf drifkraft til að halda utan um svona hluti, þrátt fyrir að þú vildir ekki taka þakklætið og lofin öll til þín.
Haldið áfram þessu frábæra starfi Joyful
 
Tekið af bloggsíðu Götusmiðjunnar,

CASA HERBALIFE velur Götusmiðjuna til samstarfs

casahlf_afhendingmini_733961.jpg

Myndin er tekin föstudaginn 21. nóvember s.l., við formlega opnun Casa Herbalife í Götusmiðjunni. Aftari röð frá vinstri: Óskar Finnsson, Jakob Örn Sigurðarson (KR), Jón Arnór Stefánsson (KR), Jón Óttar Ragnarsson. Fremri röð frá vinstri: Margrét Hrafnsdóttir, Hrafn Ágústsson, Guðmundur Týr Þórarinsson (Götusmiðjan), Wynn Roberts (EMEA region senior vice president and managing director), Kristín Hafdís Ottesen (Götusmiðjan), Børre Gjersvik (Country Director Herbalife Nordic Countries). Þeir sem ekki er merktir sérstaklega eru Sjálfstæðir dreifingaraðilar og "International Presidents Team Members" í Herbalife

Götusmiðjan hefur verið valin eftir mikla skoðun stjórnar Herbalife Family Foundation í höfuðstöðvunum í Los Angeles í þetta samstarf og mun þetta þýða umtalsverða fjármuni til reksturs smiðjunnar á næstu árum í formi fastra árlegra greiðslna og uppbyggingar við heimilið.

Með framlaginu er stutt við það starfs sem nú er í Götusmiðjunni og rennir það stoðum undir stækkun og enn betri aðbúnað fyrir hennar skjólstæðinga.  Er það von CASA HERBALIFE að starfsemin muni áfram vaxa og dafna og Götusmiðjan sinni sínum skjólstæðingum vel, aðstoði við heilbrigðan lífsstíl og að sem flest draumaverkefni eins og upptökuver, tómstundaherbergi og annað uppbyggjandi verði að veruleika. 

hhb_733963.jpg Herbalife Family Foundation rekur nú yfir 36 CASA HERBALIFE um heiminn í dag og verður CASA HERBALIFE á Íslandi það fyrsta á Norðurlöndum. 

Götusmiðjan er þakklát fyrir þakklát og stolt af þessum stuðningi CASA HERBALIFE og einmitt núna kemur þessi stuðnignur á hárréttum tíma og ekki slæmt að tengjast þessum gjöfula sjóð fjármuna sem safnað er á heimsvísu.  Gæti ekki komið á betri tíma. 

Upplýsingar um Casa Herbalife er að finna á www.herbalifefamilfoundation.org 

Fleiri myndir frá afhendingu styrksins frá því föstudaginn eru á þessari slóð.

Vefur Götusmiðjunnar er á http://www.gotusmidjan.is/


Þeir eru bara æði

Svo mörg voru þau orð!! 

 


Okkar kraftur er...

...þakklæti.

Hugsið ykkur hvað við höfum fyrir margt að þakka.

Ég er búin að æfa mig í þakklæti og þakka á hverjum degi fyrir það sem ég hef og það hafa allir eitthvað að þakka fyrir.

Í staðinn fyrir að horfa á það sem ég ekki á og velta mér upp úr því, þakka ég fyrir það sem ég hef.

Fyrir heilbrigð og orkumikil börnin mín, fyrir yndislega makann minn, fyrir ótrúlegu vini mína, fyrir að geta drukkið vatnið úr krananum, fyrir þvottavélina mína, fyrir að búa á Íslandi, fyrir eldinn í arninum, fyrir heita vatnið í krananum, fyrir skíðasvæðið okkar, fyrir að kunna að lesa, fyrir trúna á sjálfa mig, fyrir fyrir fyrir endalaust áfram.

Hvað ætli myndi gerast ef ALLIR ÍSLENDINGAR færu að þakka fyrir það sem þeir hafa, á hverjum degi, í stað þess að velta sér upp úr því sem þeir ekki hafa??

TAKK FYRIR MIG InLove


Mjólkurfernur hafa líka boðskap!

Ég las skemmtilega vísu á mjólkurfernu í vikunni, hún er svona:

Hver er ég?

Hvað er ég?

Er ég orkurík, samviskusöm eða þrjósk?

 

Hver verð ég?

Hvað verð ég?

Verð ég dýralæknir, flugfreyja eða bóndi?

 

Hvaðan er ég?

Hvert fer ég?

Í sveit, bæ eða borg?

 

Eigum við eitthvað sameiginlegt,

við tvö?

Já er það ekki?

 

Við borðum, sofum, vökum

og gerum öll mistök,

enginn er fullkominn! 

        (Sigurdís Sandra 12 ára)

 

Boðskapurinn er góður, enginn er fullkominn og ég er í mínum eigin höndum.  Ég tek mínar ákvarðanir, ég stjórna mínu lífi og núna STOPPAR MIG EKKERT í framtíðarplönum mínum.

I HAVE A DREAM AND NOTHING IS GOING TO STOP ME........... NOTHING! 


Niður úr skýjunum??

Það má eiginlega segja að maður sé rétt að komast niður í skýjunum þessa dagana.  Ég trúi því ekki enn að ég hafi afrekað þetta og þegar ég hugsa til baka um 3-4 ár þá er þetta náttúrulega bara eiginlega fáránlegt.  En svona er allt hægt ef hugurinn fylgir hönd.

Ég tók sem sagt þá ákvörðun í fyrra, eftir að hafa tekið þátt í þríþrautinni í London, í sprint vegalengd, sem er 750 m. sund, 20 km. hjól og 5 km. hlaup, að taka þátt aftur í ár og fara þá fulla olympíska vegalengd, en það er helmingi meira en sprint.

Ég var framan af ekkert sérstaklega dugleg að æfa, en synti alltaf 1x í viku og var ómarkvisst í ræktinni og úti að hlaupa.  Ég fór ekkert á hjólið fyrr en í maí og hjólaði 1x frá Egilsstöðum á Eskifjörð til að vera viss um að ég gæti nú hjólað 40 km.  Ég hljóp líka bara 1x 10 km. áður en að þátttöku kom.  En hugann var ég að undirbúa á hverjum degi og síðustu vikur fyrir þátttöku fór ég vegalengdina mína nokkrum sinnum á dag og alltaf áður en ég sofnaði......... í huganum.

Stóri dagurinn kom, hjólið var tilbúið, gallinn á stólnum og ég undirbjó hugann.  Ég er ekki að ljúga því að það var ÓTRÚLEGT AÐ KOMA Í MARK og það bara á 3 klst 32 mín............ tárin flóðu niður og mér leið eins og hefði unnið gull á Olympíuleikunum.  Það að ná svona "fáránlegu" markmiði er bara ólýsanlegt.

Ég ætla aftur að ári og nú hef ég tíma til að miða við, þannig að ég er byrjuð að æfa, ætla að leggja áherslu á sundið til að byrja með, enda er það ótrúlega góð uppbygging á vöðvum og þoli.  Ég hleyp 1x í viku 7-10 km.  Markmiðið er að hlakka til hreyfingarinnar á hverjum morgni og því veit ég að þetta verður síbreytilegt.

Hugann undirbý ég á hverjum degi, ekki bara fyrir þetta, heldur almennt fyrir það að ná markmiðum.  Því það eina sem stoppar mann í að ná árangri er maður sjálfur, og ég ætla sko EKKI að vera mín hindrun.

Ekki meir í bili, klikkið ekki á að horfa á myndbandið af okkur Íslendingunum og hví ekki bara að skella sér með okkur Verslunarmannahelgina 2009, í liðakeppni, 1 og sjálfur eða bara sem hluti af þessum ótrúlega hópi sem er að vinna með stærstu sigrum í lífinu!

 Skjáumst, DMS.

 

Klár í 1,5 km. sund í Thames River

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hjólaði 40 km.

 

 

 

 

 

 

 

 

Til hamingju með


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband