Life will never be the same...!!
Ég er fædd í Reykjavík 8. október 1974. Alin upp á Eskifirði, og er búsett þar með minni fjölskyldu.
Ég lauk alþjóðlegu IATA/UFTAA námi í ferðamála- og ferðamarkaðsfræði frá Ferðamálaskóla Íslands og starfa við fjölskyldufyrirtækið okkar, Tanna Travel, á Eskifirði. Að auki er ég HERBALIFE dreifingaraðili sem er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur og hefur veitt mér nýja vini, víðari sýn á lífið, frjálsræði og bætt sjálstraust mitt og sjálfsímynd svo um munar.
Ég læri söng og sit í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.
Maðurinn minn heitir Sigurbjörn Jónsson er lærður vélstjóri en Herbalife veitti okkur það að hann gat hætt á sjónum og komið í land og starfar hann einnig hjá Tanna Travel.
Við eigum þrjú yndisleg og heilbrigð börn, sem við þökkum fyrir á hverjum degi.
Jökull Logi er fæddur 1999, Svanhildur Sól 2002 og Sveinn árið 2005.