13 dagar...!

Það er alveg merkilegt hvað getur flogið í gegnum hugann á manni rétt áður en maður festir svefn og svo man maður ekki helminginn af því þegar maður vaknar daginn eftir…… kannast einhver við það? Ég horfði á bíómynd á RÚV í gærkvöldi og sem ég var að festa nætursvefn flögruðu pælingar í gegnum hugann sem ég ætla að reyna að deila með ykkur… ef ég man þær!!! Woundering

Myndin fjallaði um kennara sem kom til New York frá sveitaþorpi þar sem hann hafði náð framúrskarandi árangri með nemendur sína og vildi freista gæfunnar í stórri borg.  Hann fær kennarastöðu í Harlem við bekk sem hafði slæma sögu, kennarar héldust ekki við og nemendurnir lærðu ekki neitt.

Til að gera langa sögu stutta, fór orkan hans í að ná trausti nemenda sinna, kynnast bakgrunni þeirra og berjast við skólayfirvöld til þess að réttlæta óvenjulegar kennsluaðferðir sínar sem fólust í að fá nemendurna til að þykja vænt um náungann og þau sjálf og finna út og hafa traust á sínum styrkleikum.  Hann náði með þessum hætti að fá þau til þess að trúa því að þau gætu gert allt sem þau vildu, þrátt fyrir að samfélagið væri búið að prógrammera þau með því að þau væru einskis nýtir borgarar...... þau náðu öll vorprófunum. Cool 

Já oft þykir manni svona myndir heldur klysjukenndar en þetta var byggt á sannri sögu og þetta er akkúrat það sem verið er að kenna okkur þegar við lesum persónuuppbyggjandi efni.... hafa trú á því að við getum eitthvað sem við höfum aldrei gert áður!

 Af hverju ættum við ekki að geta náð árangri í lífinu alveg eins og svo margir aðrir?

Ég var ein af þeim sem ekki trúði á svona og fannst hrikalega halló að lesa svona uppbyggjandi efni svo ég tali nú ekki um að trúa á það að eitthvað betra biði mín en það sem næsti dagur bæri í skauti sér.  En það hefur heldur betur breyst.... Halo

  Í Herbalife er alltaf verið að hjálpa okkur að nýta það sem við erum að lesa og kenna okkur að fara út fyrir þennan svokallaða þægindahring, sem við flest öll lifum og hrærumst í, vakna, vinna, sjónvarp, sofa......

RJ Lífsstílsdagurinn er eitt af þessum skiptum þar sem hver og einn hefur ástæðu til þess að fara út fyrir þægindahringinn til að gera aðeins betur en hann hefði annars gert......! Þetta eru langar pælingar og eflaust er einhver búinn að missa þráðinn og hættur að lesa........EN

MÁLIÐ ER AÐ MÍNU MATI AFSKAPLEGA EINFALT.......

            Hver er sinnar gæfu smiður!

Sjáumst hér f. austan í brakandi stemningu 9. og 10. febrúar! Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband