10 dagar....

Já það fór svo að við Íslendingar, töpuðum leiknum við Dani.

Ég feitletra "við" vegna þess að það er mjög mikilvægt að við stöndum við bakið á þeim þó að það fari ekki allt eins og við óskum.  Ég er stolt af strákunum okkar og finnst ég eiga alveg jafnmikið í þeim þó þeir hafi tapað, ef mér finnst ég ekki bara eiga meira í þeim, þar sem þeir spiluðu með Herbalife logoið á lærinu.

Ég hef einmitt oft velt því fyrir mér, sérstaklega þegar kemur að landsleikjum hjá handboltaliðinu okkar, af hverju þeir eru bara okkar þegar vel gengur! 

Snýr maður baki við vinum sínum þegar illa gengur?  Nei, ég held ekki.

Snýr maður baki við börnunum sínum þegar lærdómurinn liggur ekki fyrir þeim eins og við viljum?  Nei það held ég ekki.

Snýr maður baki við foreldrum sínum þegar viðbrögðin fara að hægjast?  Nei, ég held ekki.

Auðvitað er hægt að setja svona fram í hvaða búningi sem er, en við komum alltaf á endanum að því að MAÐUR SNÝR EKKI BAKI VIÐ STRÁKUNUM ÞÓ ILLA GANGI!

OG úr því ég er að tala um þetta þá er gaman að setja þetta í Herbalife samhengi og minna á það að maður snýr ekki baki við viðskiptavinum sínum og dreifingaraðilum þegar illa gengur, og til þess að geta það þarf maður ENDALAUST að vera að fylla á orkutankinn, með því að forgangsraða, mæta á fundi, skóla og þjálfanir.

Sjáumst á STS 9. febrúar og lífsstílsdeginum 10. febrúar.  EKKI GLEYMA AÐ SKRÁ YKKUR!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband