Dagurinn var stórkostlegur!

Óvissuferðina miklu, fórum við í, í gær og þetta varð, eins og ég vissi, a life changing day!!

Við lögðum af stað frá Neskaupstað, þar sem Halldóra og Maríus dvöldu, kl. 08.20.  Á leið okkar á 1. stoppistað pikkuðum við svo afganginn af fólkinu upp.  Samtals vörum við 20, 8 af Austurlandi og 12 annarsstaðar frá og langar mig að nýta tækifærið og þakka öllu því fólki fyrir að vera með okkur og gera daginn enn frábærari.

Á leiðinni í rútunni höfðu allir fengið úthlutað leynivini sem þeir áttu að dekra við yfir daginn og lauma gjöfum að.

Dagurinn byrjaði svo formlega á Breiðdalsvík þar sem Solla Stöð jógaði okkur niður og eftir að hafa tekið hvíldarstellinguna "litli hundurinn" ruddustu inn tveir ógurlega vígalegir menn og Solla hafði semsagt skipulagt óvissuóvissuuppákomu.... hehe W00t  Mennirnir kenndu okkur... já eða sýndu okkur öllu heldur... nokkur Jujitsu sjálfsvarnarbrögð - ótrúlegt alveg hreint.  Hádegissjeikinn okkar var svo borinn fram á Hótel Bláfelli og þar á eftir fengum við leiðsögn að orkusteininum mikla, þar sem við ætlum öll að hittast áður en við förum í Triathlon í ágúst......

.... meira seinna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hæ hæ, Díana.

Ert þú með upplýsingar um vegalengdir fyrir þríþautina í London? Þegar ég var að leita fann ég ekkert

Kær kveðja til ykkar,

Guðrún Þorleifs 

Guðrún Þorleifs, 24.2.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband