Laugardagur, 7. júlí 2007
Ég er að segja ykkur það...
Fyrir ca. 8 mánuðum tók ég þá ákvörðun í mjög miklu hugsunarleysi að taka þátt, með öðrum, í þríþrautarkeppni í London í ágúst á þessu ári www.thelondontriathlon.com . Mér fannst þetta gríðarlega spennandi. Ég byrjaði svo að æfa fyrir um 1/2 ári síðan, ef æfa mætti kalla... fór á hverjum degi í ræktina, en frestaði því alltaf að fara ÚT að hlaupa og ÚT að hjóla, svo maður tali nú ekki um ÚT að synda, þ.e. ekki í sundlaug.
ANYWAYS.... til að gera LAAAANGA sögu stutta, þá gerði ég allt þrennt í dag og hafði með mér 3 þaulreynda þríþrautarkeppniskappa frá Kanada sem leiðbeindu mér hvað betur mætti fara o.s.frv.
Ég lauk "keppni" á 1 klst. og 49 mín, en ég hafði sett mér markmið að vera undir 2 klst.
Nú er bara að bæta það sem betur mátti fara eins og skiptingarnar til dæmis og bæta við hraðann, sérstaklega í hlaupinu, en þar er ég lökust.
Ég er gríðarlega spennt fyrir Verslunarmannahelginni í LONDON.
Meira seinna.....
Athugasemdir
Það verður gaman hjá ykkur í London. ætlaði að ver með ykkur þar en snéri mig illa á okla í lok okt. og eyðilagði svo allan bata með spinningmaraþoni og 70 km hjólreiðaferð milli jóla og nýárs. He he... það var sko startið eftir snúninginn..
Núna er ég alfarið í hjólreiðum, tók þátt í 112 km hjólakeppni 2 júní í Köbern, Þáttakendur voru yfir 6800. Ég var önnur íslenskra kvenna og 341 af heildar þátttakendum. Var sátt og stefni nú á aðra hjólakeppni í ágúst Geggjað gaman..
Góða ferð til Lon og don
Guðrún Þorleifs, 8.7.2007 kl. 17:52
Glæsileg að klára þrautina undir markmiðunum. Núna er bara að vera dugleg fram að London.
Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 10.7.2007 kl. 01:01
Þú getur ekki trúað hvað ég er stolt af þér Díana þetta er frábær árangur. það þarf nú bara ákveðið hugrekki að taka þetta skref og þora......Þú færð verðlaun frá mér þegar London líkur....ekki spurning ég mun hoppa hæð mína þegar þú kemur í mark í London á MET SIGURTÍMA sem ég veit þú munt gera.
Ef þú ferð á 1 klst og 20 mínútum út í London fer ég með þig á Sjávaréttakjallarann Bara við tvær.....ekkert smá spennandi
lovyou knús jú
Jónína
Guðrún Jónína (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.