Mánudagur, 27. ágúst 2007
Downlínan til fyrirmyndar!
Já ég er að spá í að taka eina af mínum downlínum til fyrirmyndar og blogga um hreyfinguna mína!
Ég fer semsagt í hreyfingu 6x í viku. Stökk á fætur kl. 0655, tók töflurnar mínar, f. utan Tang Kuei, Rose Ox og Male Factor, en ég geymi þær þar til eftir hreyfingu.... blandaði sjeikinn minn sem var 250 ml. ískalt vatn og ein deild af próteinsjeik (gamli gullsjeikinn), á meðan ég drakk þetta blandaði ég íþróttasjeikinn minn, sojamjólk, súkkulaðisjeik og 2 kúfaðar próteinskeiðar.
Hljóp af stað frá sundlauginni kl. 0817, og fór 5 km. á 33,20 mínútum. Á meðan ég teygði á tók ég restina af töflunum og byrjaði á sjeiknum mínum. Skellti mér í sundlaugina, en það er algjörlega verðlaunin mín á degi sem þessum þar sem sólin baðar allt og lognið hlær dátt.... eftir sundið sem var nú meira til að friða samviskuna en átök, fór ég í vaðlaugina svokölluðu, drakk restina af sjeiknum og lá þar til kl. 0940
SVAKA FLOTT BYRJUN Á FLOTTUM DEGI!
Svona bara til upplýsinga, þá eru 5 cm. farnir af mittinu frá því 13. ágúst!
SKÁL Í BOTN NÚ TÖKUM VIÐ ÞETTA!
PS. endilega ef þið getið gefið mér hreyfingartips, ekki hika við að smella þeim í gestabókina!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.