Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Hringurinn skokkaður!
Smellti mér fram úr kl. 0650, töflur, sjeik og íþróttabland... alltaf það sama og er ég svakalega ánægð með að komast fram úr fyrir 0700, því ég er yfirleitt meira svona þessi týpíska, ef svo er hægt að segja, B MANNESKJA!
Skokkaði af stað kl. 0812 og fór þennan sama hring, sem er um 5 km. Ég hef sett mér það markmið að auka við mig vegalengdina þegar ég kemst þennan hring á undir 30 mín.
Fór þetta á 33 mín í dag þannig að ég má vel herða mig! Ægilega væri nú gaman að læra að hlaupa, það hlýtur að vera eitthvað sem maður getur bætt hjá sér til að auka hraðann
Smellti mér í sundið á eftir og synti 300 m. svona að gamni og tók síðustu 50 m. í flugsundi, mér finnst það svo gott til að æfa öndunina.
Ahhh..... töflur, sjeik og potturinn á eftir!
Vonderfúl læf þar sem maður má láta sér líða vel!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.