Mánudagur, 11. febrúar 2008
Hvað eigum við langt eftir?
Ég hlusta gjarnan á eitthvað af diskunum mínum með "personal development" safninu mínu á hverjum degi. Upp úr þeim pikka ég alltaf einhverja góða punkta.
Í morgun var t.d snillingurinn hann Jim Rohn aða velta upp þeirri spurningu hvað maður ætti virkilega langt eftir? Hann lagði það upp þannig að maður ætti að telja skiptin, ekki árin. HVAÐ MEINAR HANN MEÐ ÞVÍ?
Jú, ef maður...
...fer í laxveiði einu sinni á ári, á maður þá 20 ár eftir í veiði, eða 20 skipti??
...hittir góðvin sinn sem býr erlendis, einu sinni á fimm ára fresti, á maður þá 20 ár eftir, eða 4 skipti?
...fer í góða útilegu með vinum á tveggja ára fresti, á maður þá 20 ár eftir, eða 10 skipti?
...á gæðastund með makanum einu sinni í mánuði, á maður þá 20 ár eftir (7300 daga) eða 240 skipti?
...hugsar um að rækta líkamann sinn og huga á hverjum degi, þá eru það 7300 skipti og þá verða 20 árin sem maður er að hugsa um að svo mörgum skiptum í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur, að eftir öll þau skipti á maður önnur 7300 skipti eftir og svo önnur og önnur og önnur.
Spörum ekki "skiptin", njótum lífsins, ræktum líkama, sál, fjölskyldu, vini, vinnu, áhugmál, frelsið og....... öll "skiptin" í lífinu! Geymum ekki veiðina, útileguna, gæðastundina og allt það þangað til næst, því þá er einu skiptinu færra!
svo segir maður bara eins og í talstöðinni í gamla daga,
"SKIPTI"
Athugasemdir
Frábær síða hjá þér Díana, er að hnoðast við að gera mína
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir. (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.