Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Hver erum við?
Fermingarsystir mín var að missa föður sinn, blessuð sé minning hans, hann fór skyndilega, hún er með rúmlega 1 árs gamla stelpu, fyrsta barn hennar, hún mun aldrei muna eftir afa sínum...... þetta hefði getað verið pabbi minn, eða pabbi þinn!
Dauðinn fær mann til að hugsa, hugsa um hluti sem maður tekur sem allt of sjálfsögðum hlut, hver er ég, hvert er mitt hlutverk hér, hvað ef ég verð ekki lengur hér á morgun, hvað ef ég lifi börnin mín, hvað ef maki minn deyr, hvað ef ég skil við einhvern í ósætti og fæ aldrei tækifæri til að laga það, hvað ef, hvað ef, hvað ef.....?
Maður gerir sér enga grein fyrir hve samverustundir við þá sem manni þykir vænt um, vini og vandamenn, eru mikilvægar. Það er ekki nema þegar maður fær svona fréttir um dauðsföll sem maður virkilega fer að meta þær dýrmætu mínútur, klukkustundir, daga, vikur og ár sem maður á í samskiptum við fólk.
Tíminn milli lífs og dauða er enginn og maður veit ekki hver fer næstur.
Ég hef sett mér það sem markmið að skilja aldrei við neinn í ósætti og fara aldrei að sofa ósátt. Það er ekkert alltaf auðvelt, en ég verð alltaf betri og betri í því. Ég kyssi börnin mín ALLTAF góða nótt áður en ég fer að sofa.... því maður veit ALDREI!
Athugasemdir
Úff Díana, ef einhver getur hitt naglann á höfuðuð þá ert það þú. Ótrúlegt hvað þarf að minna mann á að vera þakklátur fyrir allar stundirnar með þeim sem standa okkur næst og ekki geyma hitt og þetta eins og kemur í pistlinum þínum að framan. By the way.... var ekki eitthvað plan í gangi með hitting ? Heyrumst !
Solveig Friðriksdóttir, 19.2.2008 kl. 20:17
Góð hugvekja hjá þér Díana.. ég er alltaf að reyna að hafa þetta svona og það gengur bara nokk vel hjá mér þrátt fyrir allt.. haltu áfram á þessari braut og takk fyrir að vera aldrei ósátt við mig..
Hafðu það svo eins og þú villt...
MG
Magnús Guðjónsson, 20.2.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.