Miðvikudagur, 5. mars 2008
Ég ræð
Alveg frábærar fréttir...... ÉG RÆÐ Í MÍNU LÍFI og þú í þínu
Vinur minn Denis Waitley gaf mér leyfi í morgun, á meðan ég hljóp á brettinu, beint í bæði eyrun á mér, til þess að ráða sjálf hvað ég geri.
Ég ætla svo að áframgefa þetta leyfi til ykkar allra og segja eins og maðurinn
"Það deyr enginn" þó við...
...förum ekki á fætur á morgnana - það er bara miklu skemmtilegra að fara fram úr
...eignumst ekki börn - það er bara svo gaman að takast á við krefjandi verkefni
...séum ekki í vinnu - það er bara betra
...eigum engin áhugamál - það er bara .......frábært!
...séum vansæl - það er bara svo ótrúlegt að vera sæll og glaður, alltaf!
...upplifum okkur sem "loosers" - það er samt svo ótrúlegt að vera "winner"
...eigum enga vini - gefur lífinu bara meira gildi að vera sú persóna sem fólk vill vera með
...séum heilsulaus - en lífið býður uppá svo miklu miklu meira ef við erum heilsuhraust
...endalaust neikvæð - það er allt bara svo æðislegt ef við erum jákvæð
og eins og ég sagði, þá ræð ég mínu vali og ég vel að fara á fætur á morgnana, tekst á við krefjandi verkefni, sinni frábærum vinnum, á fullt af áhugamálum, er sæl og glöð, er algjör winner, á mikið af góðum vinum, er mjög heilsuhraust og alltaf jákvæð.
Hvert er þitt val í lífinu þínu?
Athugasemdir
Frábært, öll langar okkur að líða vel og ganga vel. Þetta er val sem við veljum sjálf á hverjum einasta degi, líka ef við erum vansæl eða síkvartandi. Það er enginn sem velur fyrir okkur. Ég vel að vera jákvæð og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og vinna að því að gera mitt besta dag hvern. Takk takk
Solveig Friðriksdóttir, 6.3.2008 kl. 21:57
Frábært blogg Díana og vekur alla mig til umhugsunar. Takk fyrir að deila þessari visku með okkur. Já og takk fyrir heimsóknina um daginn og skilaðu kveðju til krakkanna... og Bjössa auðvitað..
Hafðu það svo eins og þú vilt..
Magnús Guðjónsson, 8.3.2008 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.