Líðandi stund

Ég er nú svona að hugsa um að skella inn einni færslu fyrir sumarið.

Tíminn er fljótur að líða og áður en maður veit af á maður tannlausa 6 ára stelpu, sem veit hvað hún vill, 9 ára strák sem er farinn að semja tónlist og 2 ára stubb sem hefur orku og sjálfstæðan vilja á við........ mann sjálfan! hehe

Lífið er yndislegt, sólin skín og sjómannadagurinn framundan og þetta árið verður stórglæsileg dagskrá hér á Eskifirði.

Hér var að opna nýtt kaffihús í gær og nú er líka verið að opna Randulfssjóhús í fyrsta sinn fyrir almenningi, en það er byggt 1890 og að koma þangað inn er ótrúlegt.  Á efri hæðinni var verbúð og maður finnur enn lyktina af mönnunum sem þar dvöldu og það er bara eins og þeir hafi rétt skroppið á ball.   Ég hvet alla sem eru á faraldsfæti að kíkja þangað í sumar.

Ég er á leið til Noregs í fyrramálið að kynna mér, með 12 öðrum, hvernig Norðmenn hafa byggt upp sína ferðaþjónustu í kringum sína strandmenningu og aðra menningu.  Við fljúgum til Oslóar og svo beint áfram til Molde og keyrum svo á 7 dögum til Bergen og fljúgum þaðan heim.  Svaka spennó og 5 héðan af Austurlandi að fara.  Ég vænti þess að við verðum svo uppfull af hugmyndum þegar við komum heim!

Ég er að berjast við að opna heimasíðuna okkar hjá Tanna Travel www.tannitravel.is og þar set ég inn myndir af þessari ferð þegar ég kem til baka.

Held ég láti þetta nægja í bili, ekkert heimspekilegt, bara líðandi stund.

Við skjáumst og sjáumst, góðar stundir.

DMS. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð og góða skemmtun, það verður gaman að fá að sjá myndir frá Noregi. Væntanlega kemur ferðasaga líka með öllu skemmtilegu hugmyndunum sem ég veit að þið eigið eftir að fá.

Gaman að sjá hvað er mikil gróska á Eskifirði, ég er spennt að koma austur í sumar og kíkja á Randulfssjóhúsið svo ég tali nú ekki um kaffihúsið. Spennandi.....  

En það verður ekki fyrr en ég og mín fjölskylda verðum búin að vera með þér og þinni fjölskyldu á Spáni í júní

Halldóra systir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Góða ferð til Noregs og ég hlakka mikið til að hitta ykkur systur báðar á Tossa, þar grunar mig að verði ekki mikil lognmolla hehe

Solveig Friðriksdóttir, 1.6.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Vona að þér gangi  vel í  Norge,  sé  þig í  Barcelona. 

Hafðu það eins og þú  villt..

MG

Magnús Guðjónsson, 5.6.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband