Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Okkar kraftur er...
...þakklæti.
Hugsið ykkur hvað við höfum fyrir margt að þakka.
Ég er búin að æfa mig í þakklæti og þakka á hverjum degi fyrir það sem ég hef og það hafa allir eitthvað að þakka fyrir.
Í staðinn fyrir að horfa á það sem ég ekki á og velta mér upp úr því, þakka ég fyrir það sem ég hef.
Fyrir heilbrigð og orkumikil börnin mín, fyrir yndislega makann minn, fyrir ótrúlegu vini mína, fyrir að geta drukkið vatnið úr krananum, fyrir þvottavélina mína, fyrir að búa á Íslandi, fyrir eldinn í arninum, fyrir heita vatnið í krananum, fyrir skíðasvæðið okkar, fyrir að kunna að lesa, fyrir trúna á sjálfa mig, fyrir fyrir fyrir endalaust áfram.
Hvað ætli myndi gerast ef ALLIR ÍSLENDINGAR færu að þakka fyrir það sem þeir hafa, á hverjum degi, í stað þess að velta sér upp úr því sem þeir ekki hafa??
TAKK FYRIR MIG
Athugasemdir
Ójá, sama iðkun hér í gangi, kvölds og morgna. Í dag er ég sérstaklega þakklát fyrir að það er föstudagur og þó tuskan sé á lofti er ég gífurlega þakklát fyrir að eiga hana og elsku ryksuguna mína. Hafðu það sem yndislegast um helgina
Solveig Friðriksdóttir, 21.11.2008 kl. 09:11
Ég þakka fyrir að þú skulir vera farin að blogga aftur.
Takk fyrir mig ..
Magnús Guðjónsson, 22.11.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.