Mánudagur, 8. október 2007
Skiptir það máli að taka ákvörðun?
HELDUR BETUR!
Ef ég hefði ekki tekið ákvörðun um....
...að hreyfa mig á hverjum degi, þá hefði ég legið lengur í rúminu í morgun eftir svefnlitla nótt þar sem stóri strákurinn minn var að koma keyrandi heim frá Reykjavík og kom í hús um 5 leytið og örugglega með góðar afsakanir flesta aðra morgna til að fara ekki að hreyfa mig.
...að vera jákvæð og taka ekki þátt í neikvæðri umræðu um náungann, þá væri ég örugglega á kafi í bæjarslúðrinu og neikvæð eftir því.
...að nota Herbalife á hverjum degi, væri ég örugglega enn föst í depurð og að reyna að finna út hvernig ég ætti að leggja af og halda því af.
...að stíga út úr þægindahringnum og fara í Herbalife viðskipti, væri ég örugglega bara enn í sófanum að horfa á Bráðavaktina og guð má vita hvar samskipti mín við annað fólk væru!
...að láta það ekki fara í taugarnar á mér hvað öðrum finnst um það sem ég geri, væri ég örugglega bara eins og allir hinir!
...að taka ákvörðun, væri ég örugglega enn að velta því fyrir mér hvort það skipti máli að taka ákvörðun eða ekki!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 7. október 2007
The size of your success is determined by the size of your belief!
Ótrúlegt hvað einn lagatexti getur fengið mann til að hugsa.....! Eftirfarandi texti segir mér bara það að til þess eins að geta náð öllum mínum markmiðum og þ.a.l gert allt sem mig dreymir um þarf ég bara að trúa því. Þannig að stóra spurningin er bara þessi:
TRÚI ÉG ÞVÍ????
....There are miracles in life I must achieve
But first I know it
starts inside of me, oh
If I can see it, then I can be it
If I just believe it,
there's nothing to it
I believe I can fly
I believe I can touch the sky
I think about it every night and day
Spread my wings and fly away
...Hey, if I just spread my wings
I can fly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30. september 2007
I pod
Ég keypi mér I pod nýlega, 80 gb, og er búin að hlaða inn á hann um 3.500 færslum. Ég segi færslum því þetta er ekki bara tónlist, er líka búin að setja eitthvað af DVD, t.d. Secret og teiknimyndir f. börnin. Einnig hefur farið þarna inn "personal development" safnið mitt, sem inniheldur m.a. svaka flott prógramm með Anthony Robbins, The power to shape your destiny, og þar pikkaði ég upp alveg rosalega flottan punkt til umhugsunar.....
"The quality of your life, is the quality of your evaluation!"
Ég legg þann skilning í þennan "quote" að gæði lífs manns felist í gæðastaðlinum sem maður setur sér.... hvað liggur í þeirri pælingu, jú, mér finnst það t.d. vera það að maður sé góð fyrirmynd, maður rækti sjálfan sig, líkama og sál, maður njóti sólarinnar þegar hún skín, skýjanna þegar þau hrannast upp, sjái birtuna frekar en skuggann eða myrkrið, að maður taki áskorunum, að maður elski sjálfan sig, að maður beri virðingu fyrir öðrum, að maður brosi, að maður samgleðjist, að maður fyrirgefi, að maður leyfi sér að vera frábær, að maður hrósi, að maður elski, að maður standi upp hrasi maður, að maður læri af öðrum, að maður gefi sjálfum sér og öðrum tækifæri, að maður horfi alltaf fram á við, ekki aftur, að maður sé til fyrir sig til að geta gefið af sér til annarra, að maður taki velgengninni þegar hún kemur........... og þá meina ég ÞEGAR!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 31. ágúst 2007
Hlaup hlaup hlaup og aftur hlaaaaauuuuuuup!
jæja, það er föstudagurinn, þá er tollurinn tekinn af því að vakna fyrir 7 alla vikuna... nú náði ég mér ekki fram úr fyrr en 0715, en það var allt í lagi.
Töflur, sjeik, íþróttasjeik blandaður..... sama sama
Skokkaði af stað 0830 og skokkaði aðra leið en venjulega. Kom í "mark" 0915, sveitt og ekkert svo þreytt og ansi sæl.
Ég passa mig að hlaupa ekki alltaf það sama, þar sem hlaup er mitt lakasta í þríþrautinni, verð ég láta mér finnast þetta SKEMMTILEGT... og það er það enn. Yndislegt og skemmtilegt og frábært!
Nú er helgin framundan og það verður gaman að vita hvaða hreyfingu ég fer í á morgun... kannski bara stafgöngu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Hoppað í stofunni... :-)
... já málið var nefnilega að ég hafði minni tíma í dag þannig að þá er gott að eiga einkaþjálfara á DVD sem þjálfar mann bara þegar maður biður um.
Billy Blanks er alveg frábær og það fer lítið fyrir honum og hann hvetur mann svo svakalega áfram að maður rennnnnnnnsvitnar...
Klukkustund með Billy er bara snilld inn á milli þess að skokka, hjóla og synda og tekur á vöðvum sem ég held bara að enginn hafi hugmyndarflug í að ímynda sér að séu til
Ótrúlega magnað að velja sér það að svitna í stofunni eldsnemma að morgni!
OVER AND OUT!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Hringurinn skokkaður!
Smellti mér fram úr kl. 0650, töflur, sjeik og íþróttabland... alltaf það sama og er ég svakalega ánægð með að komast fram úr fyrir 0700, því ég er yfirleitt meira svona þessi týpíska, ef svo er hægt að segja, B MANNESKJA!
Skokkaði af stað kl. 0812 og fór þennan sama hring, sem er um 5 km. Ég hef sett mér það markmið að auka við mig vegalengdina þegar ég kemst þennan hring á undir 30 mín.
Fór þetta á 33 mín í dag þannig að ég má vel herða mig! Ægilega væri nú gaman að læra að hlaupa, það hlýtur að vera eitthvað sem maður getur bætt hjá sér til að auka hraðann
Smellti mér í sundið á eftir og synti 300 m. svona að gamni og tók síðustu 50 m. í flugsundi, mér finnst það svo gott til að æfa öndunina.
Ahhh..... töflur, sjeik og potturinn á eftir!
Vonderfúl læf þar sem maður má láta sér líða vel!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Nú var tekið á í sundi!
Ég vaknaði kl. 0645, tók "gull"sjeikinn minn og töflurnar og blandaði íþróttasjeikinn minn og setti í kælitöskuna.
Stakk mér í laugina kl. 0832 og synti upphitunarsund til kl. 09.00, þá er ég bara að einbeita mér að tækni, synda með "froskahendur" , synda bara með fótum, bara með höndum, bara með annarri hendinni, með höfuðið upp úr og ýmislegt í þessum dúr. Ég komst nefnilega að því í London að þegar maður er kominn í 400 manna hóp að synda þá er maður ansi oft með höfuðið upp úr til að sjá hvort einhver er að fara að sparka í mann!!!
Kl. 09.00 var ég til í slaginn og synti 750 m., synti 250 m. í einu og setti mér markmið að bæta tímann í næstu 250 m. Það gekk þokkalega, þ.e. synti fyrst á 5,23, næst á 5,21 og svo á 5,29. Ég reyni að spyrna mér ekkert frá bakkanum þannig að ég sé að synda eins mikið og hægt er af þessum metrum sem ég fer!
Stökk upp úr um 09.22, eftir teygjur og slökun, skellti í mig töflunum og sötraði sjeikinn í sólinni í buslulauginni!
FRÁBÆR BYRJUN Á YNDISLEGUM DEGI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 27. ágúst 2007
Downlínan til fyrirmyndar!
Já ég er að spá í að taka eina af mínum downlínum til fyrirmyndar og blogga um hreyfinguna mína!
Ég fer semsagt í hreyfingu 6x í viku. Stökk á fætur kl. 0655, tók töflurnar mínar, f. utan Tang Kuei, Rose Ox og Male Factor, en ég geymi þær þar til eftir hreyfingu.... blandaði sjeikinn minn sem var 250 ml. ískalt vatn og ein deild af próteinsjeik (gamli gullsjeikinn), á meðan ég drakk þetta blandaði ég íþróttasjeikinn minn, sojamjólk, súkkulaðisjeik og 2 kúfaðar próteinskeiðar.
Hljóp af stað frá sundlauginni kl. 0817, og fór 5 km. á 33,20 mínútum. Á meðan ég teygði á tók ég restina af töflunum og byrjaði á sjeiknum mínum. Skellti mér í sundlaugina, en það er algjörlega verðlaunin mín á degi sem þessum þar sem sólin baðar allt og lognið hlær dátt.... eftir sundið sem var nú meira til að friða samviskuna en átök, fór ég í vaðlaugina svokölluðu, drakk restina af sjeiknum og lá þar til kl. 0940
SVAKA FLOTT BYRJUN Á FLOTTUM DEGI!
Svona bara til upplýsinga, þá eru 5 cm. farnir af mittinu frá því 13. ágúst!
SKÁL Í BOTN NÚ TÖKUM VIÐ ÞETTA!
PS. endilega ef þið getið gefið mér hreyfingartips, ekki hika við að smella þeim í gestabókina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Fornleifauppgröftur...
Eru helstu fornleifauppgreftir ekki tilkomnir af því að menn sáu "óvart" eitthvað sem vakti forvitni þeirra.
Svoleiðis var það með mig þegar ég sá blöðin standa út úr bókinni.... það voru vísurnar úr óvissuferðinni, næstum því fornleifar
Ég má til með að smella þeim inn, sorrý þó sumar þeirra séu svolítið illskiljanlegar en það var svona einkahúmor úr ferðinni. Fyrri partur var gefinn upp og hérna kemur þetta:
Þessi dagur búin er
að vera æðislegur
fengum kennslu í Fijustiher,
sáum firði og sker
og enduðum hér!
Við Herbalife dreifingaraðilar
erum æðisleg, hipp og kúl.
Samkomur gerum svaðilar
og þolum mikið púl
Slen, streita og strit,
er ekki neitt vit.
Ég við það stend
eða sit
að Herbalife er betra bit!
Dagur þessi seint úr minni líður,
leynivinur eftir manni bíður.
Ég vona að hann sé rosalega fríður
og að hann labbi en ekki skríður.
Maríus Mill er hinn mesti sæmdardrengur,
Halldóru sína horfir dreyminn á.
Dregist getur ekki mikið lengur
að presidents liðinu munu brátt ná.
Svo er bara að missa ekki af næstu ferð......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Jááá, haldið að hún hafi ekki haft það af í markið!
Ég vaknaði kl. 06.15 laugardaginn 4. ágúst. Úti skein sólin og það var það eina sem gæti mögulega angrað mig þann daginn! Við Einar ætluðum að hjóla í höllina, hitta hina keppendurna og skrá okkur inn, ganga frá hjólunum f. keppni, fara í myndatöku með hinum Herbunum og flottu leiðtogu fyrirtækisins sem yrðu á staðnum og kl. 14.00 átti ég svo að keppa. Stórkostlegt, það var bara komið að þessu.
Ég skil ekki enn að ég skyldi ekki vera stressuð. Við hjóluðum af stað kl. 08.00, svolítið skrýtið að hjóla vinstra megin þannig að við reynum að vera eins mikið á gangstéttunum og við gátum svo við myndum nú örugglega komast til keppni.
Að koma hjólinu fyrir gekk slysalaust fyrir sig, ég tók mér góðan tíma í þetta og raðaði dótinu mínu upp á sem skilmerkilegastan hátt þannig að ég myndi nú örugglega þurfa sem minnstan tíma í skiptingunum.
Kl. 13.20 fór ég svo að hjólinu, klæddi mig í sexý "wetsuit-ið" og fór enn eina ferðina yfir það í huganum hvað ég ætlaði að gera fyrst og síðast þegar ég kæmi í fyrstu skiptingu og þakkaði fyrir það að hafa farið á keppnisfund stuttu áður þar sem maður fékk mörg góð ráð.
Ég stóð í þvögunni með hinum 399 konunum sem voru ræstar út um leið og ég og beið eftir að vera hleypt út úr byggingunni í 30 stiga hitann og út í ána Thames. Eins og ég var búin að mikla það fyrir mér að fara út í þessa á, skítuga og kalda...... svo var þetta bara EKKERT MÁL! Ég synti bara mína 750 metra eins og ég hefði aldrei gert annað þrátt fyrir að sjá ekki fæturna á næsta manni þó þeir væru nánast í augunum á mér, svo skítugt var vatnið!
Sundið gekk svakalega vel, hjólið mjög vel og hlaupið slapp... ég komst í mark!
Ég tók fyrstu þríþrautina mína á 1.50.54, er húkkt, ætla aftur að ári og þá í Olympic vegalengd, sund 1500., hjól 40 km. og hlaup 10. km.
KEMURÐU MEÐ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)