Laugardagur, 7. júlí 2007
Ég er að segja ykkur það...
Fyrir ca. 8 mánuðum tók ég þá ákvörðun í mjög miklu hugsunarleysi að taka þátt, með öðrum, í þríþrautarkeppni í London í ágúst á þessu ári www.thelondontriathlon.com . Mér fannst þetta gríðarlega spennandi. Ég byrjaði svo að æfa fyrir um 1/2 ári síðan, ef æfa mætti kalla... fór á hverjum degi í ræktina, en frestaði því alltaf að fara ÚT að hlaupa og ÚT að hjóla, svo maður tali nú ekki um ÚT að synda, þ.e. ekki í sundlaug.
ANYWAYS.... til að gera LAAAANGA sögu stutta, þá gerði ég allt þrennt í dag og hafði með mér 3 þaulreynda þríþrautarkeppniskappa frá Kanada sem leiðbeindu mér hvað betur mætti fara o.s.frv.
Ég lauk "keppni" á 1 klst. og 49 mín, en ég hafði sett mér markmið að vera undir 2 klst.
Nú er bara að bæta það sem betur mátti fara eins og skiptingarnar til dæmis og bæta við hraðann, sérstaklega í hlaupinu, en þar er ég lökust.
Ég er gríðarlega spennt fyrir Verslunarmannahelginni í LONDON.
Meira seinna.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
JÁ, þegar stórt er spurt....!
Björgmundur spurði hvort það ætti ekki að koma eitthvað meira hér á blað en óvissuferðin frábæra sem síðast var bloggað um.... góð spurning.
Ég veit bara einhvernveginn aldrei hvað ég á að skrifa og finnst eins og það eigi að leiða að einhverju... eins og óvissubloggið gerð... já óvissublogg, kannski ég ætti bara að fara út í það og sjá svo bara til hvert það leiðir mig og aðra!
Ég skora því á sjálfa mig að standa mig betur í blogginu og bara sjá til hvar ég enda,
bloggumst því fljótlega,
DMS.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Dagurinn var stórkostlegur!
Óvissuferðina miklu, fórum við í, í gær og þetta varð, eins og ég vissi, a life changing day!!
Við lögðum af stað frá Neskaupstað, þar sem Halldóra og Maríus dvöldu, kl. 08.20. Á leið okkar á 1. stoppistað pikkuðum við svo afganginn af fólkinu upp. Samtals vörum við 20, 8 af Austurlandi og 12 annarsstaðar frá og langar mig að nýta tækifærið og þakka öllu því fólki fyrir að vera með okkur og gera daginn enn frábærari.
Á leiðinni í rútunni höfðu allir fengið úthlutað leynivini sem þeir áttu að dekra við yfir daginn og lauma gjöfum að.
Dagurinn byrjaði svo formlega á Breiðdalsvík þar sem Solla Stöð jógaði okkur niður og eftir að hafa tekið hvíldarstellinguna "litli hundurinn" ruddustu inn tveir ógurlega vígalegir menn og Solla hafði semsagt skipulagt óvissuóvissuuppákomu.... hehe Mennirnir kenndu okkur... já eða sýndu okkur öllu heldur... nokkur Jujitsu sjálfsvarnarbrögð - ótrúlegt alveg hreint. Hádegissjeikinn okkar var svo borinn fram á Hótel Bláfelli og þar á eftir fengum við leiðsögn að orkusteininum mikla, þar sem við ætlum öll að hittast áður en við förum í Triathlon í ágúst......
.... meira seinna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
1 dagur....!!
Jæja, nú er bara komið að þessu.
Á morgun á þessum tíma verðum við í startholunum til að byrja óvissudaginn frábæra.
Það er ótrúlega gaman að skipuleggja svona og ég held að ég, og við Solla, séum ekki síður spenntar en hinir, sem vita ekki neitt.
Þetta eflir hópandann svo um munar og algörlega frábært hvað margir eru að koma til að upplifa þetta með okkur og búa daginn til, því það er jú fólkið sem gerir daginn hvað mest eftirminnilegan.
Lengi lifi Herbalife
Svakalega hlakka ég til að deila með ykkur myndum og frásögnum af helginni.
EN ÞANGAÐ TIL...... adios.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
3 dagar....!
vá, rosalega er stutt síðan það voru 16 dagar í þetta.
Nú nálgast þetta eins og óð fluga og alls 22 búnir að tilkynna sig inn þrátt fyrir að vera ekki allir búnir að skrá sig formlega inn á gestabókinni.
Gestirnir okkar eru að leggja af stað austur til okkar á morgun, til að vera búin að ná tímamismuninum þegar STS-inn verður í föstudagskvöld! Eitthvað voru þau líka að tala um að þau hefðu farið í bólusetningu..... greinilega langt síðan þau hafa farið út fyrir stór-Hafnarfjarðarsvæðið! ´
Mér er farið að líða eins og litlum krakka sem er að bíða eftir aðfangadeginum, þetta er SVO spennó.
Leynivinurinn rocks!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
5 dagar....!
.........eins gott að fara að pakka niður!!
Það er með ólíkindum hvað þarf að hafa mikið með af dóti þegar maður fer út í óvissuna.... maður þarf hreinlega að vera við öllu búin, ég tala nú ekki um á þessum árstíma... veðrið getur verið allavega og vegirnir eru margir!
En við erum búnar að setja saman smá pökkunarlista sem fólk ætti alls ekki að láta vanta í töskurnar f. laugardaginn 10. febrúar.
Mæting í útivistarfatnaði og góðum íþrótta- eða gönguskóm
Létt inniíþróttaföt
Tannbursti / tannkrem
Sundföt
Handklæði
Snyrtidót
Sólgleraugu
Þrennt óvænt handa leynivini, hlutur eða falleg orð!
Myndavél
Kvöldklæðnaður
Kvölddrykkir
GÓÐA SKAPIÐ og frelsið!
... ef þið hafið sérþarfir, má ekki gleyma þeim heima!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
7 dagar.....
Það er hreinlega allt að verða vitlaust..... fólk hringir úr öllum áttum til að spyrja... hvar... hvernig... hvenær... o.s.frv.
Við höfum því ákveðið að framlengja qualification
Allir dreifingaraðilar í RJ grúbbunni sem fara í SUPERVISOR
og
allir SUPERVISORAR sem klára 2500 vp fyrir óvissuferðina, 10. febrúar,
ERU QUALIFIED.
Geggjaðar fréttir!
Svör við helstu spurningum:
Hver er kostnaðurinn við óvissuferðina? 3.000 kr. pr. manna +/- 1000 kr.
Hvar verður STS Austurlandi á föstudaginn? Á Reyðarfirði, flyer verður sendur út.
Hve lengi stendur óvissuferðin? Frá "sólarupprás" hehe, til "sólarupprásar".
Hvað þarf að hafa með? Pökkunarlisti verður sendur út um helgina.
Hvað gerist ef ég get ekki ákveðið mig og skrái mig ekki? Þá breytist maður í frosk hmmm.... Taktu sjénsinn
Endilega smellið fleiri spurningum inn ef þið hafið einhverjar!
Sí jú sún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
10 dagar....
Já það fór svo að við Íslendingar, töpuðum leiknum við Dani.
Ég feitletra "við" vegna þess að það er mjög mikilvægt að við stöndum við bakið á þeim þó að það fari ekki allt eins og við óskum. Ég er stolt af strákunum okkar og finnst ég eiga alveg jafnmikið í þeim þó þeir hafi tapað, ef mér finnst ég ekki bara eiga meira í þeim, þar sem þeir spiluðu með Herbalife logoið á lærinu.
Ég hef einmitt oft velt því fyrir mér, sérstaklega þegar kemur að landsleikjum hjá handboltaliðinu okkar, af hverju þeir eru bara okkar þegar vel gengur!
Snýr maður baki við vinum sínum þegar illa gengur? Nei, ég held ekki.
Snýr maður baki við börnunum sínum þegar lærdómurinn liggur ekki fyrir þeim eins og við viljum? Nei það held ég ekki.
Snýr maður baki við foreldrum sínum þegar viðbrögðin fara að hægjast? Nei, ég held ekki.
Auðvitað er hægt að setja svona fram í hvaða búningi sem er, en við komum alltaf á endanum að því að MAÐUR SNÝR EKKI BAKI VIÐ STRÁKUNUM ÞÓ ILLA GANGI!
OG úr því ég er að tala um þetta þá er gaman að setja þetta í Herbalife samhengi og minna á það að maður snýr ekki baki við viðskiptavinum sínum og dreifingaraðilum þegar illa gengur, og til þess að geta það þarf maður ENDALAUST að vera að fylla á orkutankinn, með því að forgangsraða, mæta á fundi, skóla og þjálfanir.
Sjáumst á STS 9. febrúar og lífsstílsdeginum 10. febrúar. EKKI GLEYMA AÐ SKRÁ YKKUR!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
11 dagar....
jahérna, það eru 8 mín. eftir af leik Íslendinga og Dana og við vorum að minnka í eins marks mun.
VIÐ VINNUM ÞENNAN LEIK!!!
Alveg ótrúlegur tilfinningarússíbani sem maður upplifir þegar maður horfir á landsleik..... þetta er eitthvað sem gerist ekki nema bara við þessar aðstæður, það er hlátur, grátur, og allt þar á milli.
Ég sit núna bara við tölvuna og þykist ekki vera að horfa því ég hef bara hreinlega ekki taugar í þetta. Ég gæti aldrei setið í stúkunni og horft á landsleik.
Ég er að bíða eftir því að leiknum ljúki svo ég geti farið að stjórna dreifingaraðilafundi á internetinu............
O MY GOD, 2 mörkum undir.... og við eigum víti.....
Best að fara að horfa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
13 dagar...!
Það er alveg merkilegt hvað getur flogið í gegnum hugann á manni rétt áður en maður festir svefn og svo man maður ekki helminginn af því þegar maður vaknar daginn eftir kannast einhver við það? Ég horfði á bíómynd á RÚV í gærkvöldi og sem ég var að festa nætursvefn flögruðu pælingar í gegnum hugann sem ég ætla að reyna að deila með ykkur ef ég man þær!!!
Myndin fjallaði um kennara sem kom til New York frá sveitaþorpi þar sem hann hafði náð framúrskarandi árangri með nemendur sína og vildi freista gæfunnar í stórri borg. Hann fær kennarastöðu í Harlem við bekk sem hafði slæma sögu, kennarar héldust ekki við og nemendurnir lærðu ekki neitt.
Til að gera langa sögu stutta, fór orkan hans í að ná trausti nemenda sinna, kynnast bakgrunni þeirra og berjast við skólayfirvöld til þess að réttlæta óvenjulegar kennsluaðferðir sínar sem fólust í að fá nemendurna til að þykja vænt um náungann og þau sjálf og finna út og hafa traust á sínum styrkleikum. Hann náði með þessum hætti að fá þau til þess að trúa því að þau gætu gert allt sem þau vildu, þrátt fyrir að samfélagið væri búið að prógrammera þau með því að þau væru einskis nýtir borgarar...... þau náðu öll vorprófunum.
Já oft þykir manni svona myndir heldur klysjukenndar en þetta var byggt á sannri sögu og þetta er akkúrat það sem verið er að kenna okkur þegar við lesum persónuuppbyggjandi efni.... hafa trú á því að við getum eitthvað sem við höfum aldrei gert áður!
Af hverju ættum við ekki að geta náð árangri í lífinu alveg eins og svo margir aðrir?
Ég var ein af þeim sem ekki trúði á svona og fannst hrikalega halló að lesa svona uppbyggjandi efni svo ég tali nú ekki um að trúa á það að eitthvað betra biði mín en það sem næsti dagur bæri í skauti sér. En það hefur heldur betur breyst....
Í Herbalife er alltaf verið að hjálpa okkur að nýta það sem við erum að lesa og kenna okkur að fara út fyrir þennan svokallaða þægindahring, sem við flest öll lifum og hrærumst í, vakna, vinna, sjónvarp, sofa......
RJ Lífsstílsdagurinn er eitt af þessum skiptum þar sem hver og einn hefur ástæðu til þess að fara út fyrir þægindahringinn til að gera aðeins betur en hann hefði annars gert......! Þetta eru langar pælingar og eflaust er einhver búinn að missa þráðinn og hættur að lesa........EN
MÁLIÐ ER AÐ MÍNU MATI AFSKAPLEGA EINFALT.......
Hver er sinnar gæfu smiður!
Sjáumst hér f. austan í brakandi stemningu 9. og 10. febrúar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)