Nú var tekið á í sundi!

Ég vaknaði kl. 0645, tók "gull"sjeikinn minn og töflurnar og blandaði íþróttasjeikinn minn og setti í kælitöskuna.

Stakk mér í laugina kl. 0832 og synti upphitunarsund til kl. 09.00, þá er ég bara að einbeita mér að tækni, synda með "froskahendur" Tounge , synda bara með fótum, bara með höndum, bara með annarri hendinni, með höfuðið upp úr og ýmislegt í þessum dúr.  Ég komst nefnilega að því í London að þegar maður er kominn í 400 manna hóp að synda þá er maður ansi oft með höfuðið upp úr til að sjá hvort einhver er að fara að sparka í mann!!! Pinch

Kl. 09.00 var ég til í slaginn og synti 750 m., synti 250 m. í einu og setti mér markmið að bæta tímann í næstu 250 m.  Það gekk þokkalega, þ.e. synti fyrst á 5,23, næst á 5,21 og svo á 5,29.  Ég reyni að spyrna mér ekkert frá bakkanum þannig að ég sé að synda eins mikið og hægt er af þessum metrum sem ég fer!

Stökk upp úr um 09.22, eftir teygjur og slökun, skellti í mig töflunum og sötraði sjeikinn í sólinni í buslulauginni!

FRÁBÆR BYRJUN Á YNDISLEGUM DEGI. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að fylgjast með hvernig gengur !  Kannski ég fari að setja mitt sprikl í komment svo við getum fylgst með hvor annarri. 

Kveðja

Halldóra

Halldóra Skúla (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 01:47

2 Smámynd: Life will never be the same...!!

já það væri alveg frábært Halldóra, þetta heldur manni líka bara einhvernveginn við efnið!

kv. DMS 

Life will never be the same...!!, 29.8.2007 kl. 15:17

3 identicon

Hæ Díana.

Þetta er gott hjá þér.  Farðu á hlup.is og skoðaðu síðuna þar.  Annað ekki hugsa bara um tíman.  Þegar þú finnur að það er létt að hlaupa þessa 5 km þá bætur þú við þig endasprettin og á endanum tekur þú þessa 5 km bara á endasprettinum og bætir þá við lengdina 1 km í einu og stuttum tíma (2-3 vikur) og endar í þessum 10 km sem þú stefnir að og ekki gleyma hjólinu.  Hjóla eins og moth****** því þar er séns að bæta sig allverulega.  Setja mjóri dekk á hjólið og hjóla á malbiki ef það verður gert í London.  Passa Samt að hafa dekkin sterk.

Annars er þetta frábært hjá þér.  Ég steingleymdi að mæla mittismálið þegar ég byrjaði 21 Ágúst en allavega þá er nokkur kg farinn og örugglega nokkrir CM.  Bakið er upprétt og hakkan uppi, axlir beinar.

kv Símon

 Live your dream, I am; Símon.

Símon (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband