Skiptir það máli að taka ákvörðun?

HELDUR BETUR!

Ef ég hefði ekki tekið ákvörðun um....

...að hreyfa mig á hverjum degi, þá hefði ég legið lengur í rúminu í morgun eftir svefnlitla nótt þar sem stóri strákurinn minn var að koma keyrandi heim frá Reykjavík og kom í hús um 5 leytið og örugglega með góðar afsakanir flesta aðra morgna til að fara ekki að hreyfa mig.

...að vera jákvæð og taka ekki þátt í neikvæðri umræðu um náungann, þá væri ég örugglega á kafi í bæjarslúðrinu og neikvæð eftir því.

...að nota Herbalife á hverjum degi, væri ég örugglega enn föst í depurð og að reyna að finna út hvernig ég ætti að leggja af og halda því af.

...að stíga út úr þægindahringnum og fara í Herbalife viðskipti, væri ég örugglega bara enn í sófanum að horfa á Bráðavaktina og guð má vita hvar samskipti mín við annað fólk væru!

...að láta það ekki fara í taugarnar á mér hvað öðrum finnst um það sem ég geri, væri ég örugglega bara eins og allir hinir!

...að taka ákvörðun, væri ég örugglega enn að velta því fyrir mér hvort það skipti máli að taka ákvörðun eða ekki! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála þér.  Þú ert algjörlega að lýsa mínu lífi fyrir Herbalife. 

Hjartanlega til hamingju með afmælið í dag!!!

Takk fyrir að leyfa okkur að hafa stóra strákinn þinn hjá okkur um helgina.

kveðja

Stóra bredda

Halldóra Ósk "stóra" systir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Life will never be the same...!!

Takk f. hamingjuóskirnar, þótt seint sé þakkað fyrir!

Jökull Logi var yfir sig hamingjusamur með Reykjavíkurdvölina og kemur til með að lifa lengi á því sem hann bardúsaði.

Sjáumst, skjáumst og heyrumst,

kv. litla

Life will never be the same...!!, 10.10.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband