Mánudagur, 29. október 2007
Hver stelur draumunum manns?
Ég er oft að velta því fyrir mér hver það sé helst sem steli draumunum manns og ég komst að því að oftast er það fólkið sem næst manni stendur
Hvaða fræga leikara heldurðu að standi ekki á sama þó við eigum stóra drauma, hvaða afgreiðslukonu í búð heldurðu að sé ekki sama, eða flugfreyjunni þegar við fljúgum, eða konunni sem passar börnin okkar, eða tannlækninum okkar eða gamla skólafélaganum sem við vitum ekki einu sinni lengur hvar á heima....
Það er fólkið sem næst okkur stendur sem finnst það vera skylda sín að draga okkur niður úr skýjunum þegar við förum að tala um þyrlur, sumarhús, snekkjur, flugvélar, matráðskonur, heita potta, hesthús...... o.s.frv. en ég held að það sé ekki vegna þess að þetta fólk sem við elskum mest, maki, börn, bestu vinir, foreldrar, ömmur, afar, vilji gera lítið úr okkur og láta okkur líða illa, heldur vegna þess að það er hrætt... það er hrætt við að þurfa að hjálpa okkur að tína upp brotin, brot vonbrigðanna, þegar hlutirnir ganga ekki eins og þeir gengu í draumunum.
Þá spyr maður sig: Hvað get ég gert til þess að ég þurfi aldrei að fá hjálp frá neinum við að tína upp vonbrigðarbrotin heldur bara að hafa fullt af fólki með mér í að samfagna öllum áföngunum í lífinu?
Það er sjálfsagt margt... en ég held að til þess að það geti gerst verði maður að vinna í sjálfum sér á hverjum degi, maður þarf að læra sjálfsagann sem þarf til þess að vinna vinnuna þó að sólin skíni, maður verður að hafa gott skipulag á sjálfum sér til þess að geta sinnt fjölskyldunni og sjálfum sér með vinnunni sinni, maður þarf að hafa þolinmæði og maður þarf að vera sterkur þegar allir toga í mann og segja manni að það sé betra að skríða á jörðinni en fljúga frjáls um loftin blá!
Þá spyr maður sig aftur: Hvernig vinnur maður í sjálfum sér?
Það er góð spurning, eins og þær eru svo margar! En ég hlusta og hlusta og hlusta og hlusta og les og les og les og les á hverjum einasta degi jákvæða uppbyggingu, hvort sem það er Guðjón Bergmann, Barbara Berger, Guðrún Bergmann, Jim Rohn, Denis Waitley, Brian Tracy, Mark Hughes, Vic Johnson...... og svona mætti lengi telja, ég les og hlusta á allt sem ég kemst yfir, sumt tileinka ég mér, annað ekki.... og að lokum til að kóróna allan þennan lestur og þessa hlustun, sem samanlagt tekur um 1/2 tíma til 1 klst. á dag, vel ég mér að umgangast jákvætt fólk sem á sér stóra drauma eins og ég!
Ótrúlegt... og ég finn og ég trúi að þetta er bara byrjunin á einhverju miklu stærra!
Athugasemdir
Takk takk Díana mín. Vertu dugleg að skrifa inn á síðuna þína. Ótrúleg hvatning og þú ert skemmtilegur penni. Hugsa mikið um söguna þína frá Súbbaskólanum.
Solveig Friðriksdóttir, 30.10.2007 kl. 09:13
Takk fyrir Solla, gaman að vita að einhver er að lesa og að fá hvatningu til að halda áfram! Kannski ég setji bara súbbasöguna hérna inn!!??
Life will never be the same...!!, 30.10.2007 kl. 18:44
Margir góðir punktar kæra Díana. Endilega koma með súbbasögur hingað inn sérstaklega fyrir þá sem ekki gefa sér tíma til að mæta :) Meiri hvatningu takk. Kveðja Siggi
Sigurður Sigurjónsson, 30.10.2007 kl. 21:23
ég er bara ekkert viss um að hinn almenni lesandi höndli að fá þessa tilteknu súbbasögu á bloggið mitt! Hvað heldur þú Solla? Kannski ætti ég bara að læsa síðunni og þeir sem höndla svona sögur fá aðgangsorðið!
Þetta er svona rosalegt Siggi, þarftu meiri hvatningu?
Life will never be the same...!!, 30.10.2007 kl. 22:53
Ég hef verið að spá í þetta og mitt blogg hefur yfirskriftina "Um daginn og veginn" og ég valdi að fara ekki djúpt þar því ég var að spá hvort allir myndu höndla að fara mjög djúpt. En ég elska að lesa þína síðu því hún þeytir mér áfram í minni persónu uppbyggingu og eflaust fleirum. Þeir sem hafa ekki áhuga, hafa val hvort þeir lesa eða ekki Ég hef verið að spá hvort ég ætti að hafa aðra síðu og dýpri þar sem útvaldir hefðu aðgang og hver veit nema ég geri það.
Solveig Friðriksdóttir, 5.11.2007 kl. 09:19
Ég hef nokkrum sinnum sagt þér að þú sért einstök og bloggið þitt sannar það og ég er ekki í vafa að þú átt eftir að senda Þyrluna eftir mér einhvern tíma. Frábær hugleiðing um það sem allir eru að burðast með, drauminn sinn, en svo fáir hafa kjark til að viðurkenna hann fyrir sjálfum sér, hvað þá lýsa honum fyrir öðrum eins og þú gerðir svo snilldarlega um daginn.. Haltu áfram þetta er svo ansi uppbyggjandi. Takk fyrir mig.
Magnús Guðjónsson, 6.11.2007 kl. 17:56
Sæl Díana.
Vá vá vá.... veistu ég fór alveg á flug við að lesa þessar vangaveltur þínar. Og já ég er svo rosalega sammála þér. Margt lítið er í átt að einhverju stórkostlegu. Það er ótrúlegt hvað 30 mín á dag í jákvæðri uppbyggingu getur gert margt fyrir mann. Þú ert bara rétt að byrja....
kær kveðja, Þuríður Ósk
Þuríður Ósk Elíasdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.