Sunnudagur, 20. janúar 2008
Ég er góð!
Gleðilegt ár!! hehe
Maður sofnar nú bara fyrr en sólin hérna og vaknar seinna..... en engar áhyggjur, ég er góð, eins og sagt er.
Ég ætla nú ekki að hafa þetta langt, en ég áttaði mig allt í einu á hvaða dagar eru framundan og get því ekki annað en hugsað um Herba-óvissuferðina góðu sem við Solla Stöð skipulögðum fyrir um rétt tæpu ári síðan. Það fékk mig til að hugsa um það að framundan er "MAKADAGURINN", já það er rétt, makadagurinn er 9. febrúar og ber að halda upp á hann með pompi og prakt.
Því er bara að fylgjast með hvað okkur dettur skemmtilegt í hug að skipuleggja ERTU QUALIFIED?
glaðar stundir, DMS.
Athugasemdir
Spennandi !! Verst að andlegur leiðtogi makann er verður ennþá staddur á Ítalíu...kannski hann geti tengst í gegnum gerfihnött
Kveðja
Konan....
Fallega fólkið í Leeds, 22.1.2008 kl. 11:45
Þetta verður að sjálfsögðu alveg makalaust, nei maklegt, nei, alveg örugglega nett ÓTRÚLEGT ! þegar við leggjum í púkk :) Hlakka mikið til.
Solveig Friðriksdóttir, 22.1.2008 kl. 21:27
Rosalegt að vera svona makalaus núna og missa af þessu............Góða skemmtun..
Magnús G.
Magnús Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 00:15
svei mér þá ef það verður ekki bara búið til eitthvað hlutverk svo Maggi geti komið, hann er nefnilega svo MAKALAUS kallinn...hvað segirðu um það Solla?
Hann gæti verið með upprifjun í JUITSU, stóð sig svo asskoti vel í fyrra í því og teygjunum á eftir.
Maður vitnar nú bara í Alan Lorenz.....þetta verður ekki leiðinlegt, VIÐ VERÐUM ÞARNA!!
Knús í krús
Life will never be the same...!!, 27.1.2008 kl. 15:55
Einmitt. Jú jú það er örugglega til eitthvað hlutverk fyrir Magga. Ýmislegt sem kemur í hugann sem er ekki við hæfi að birta opinberlega. Hann kemur að sjálfsögðu á einkaþotunni, hann sagði mér það um daginn, hann ætlar nefnilega að skella sér í einkatíma í jóga, svona svipað og þið Sigurbjörn fenguð í fyrra nema nú er komin ný gjaldskrá hehe.
Solveig Friðriksdóttir, 30.1.2008 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.