Niður úr skýjunum??

Það má eiginlega segja að maður sé rétt að komast niður í skýjunum þessa dagana.  Ég trúi því ekki enn að ég hafi afrekað þetta og þegar ég hugsa til baka um 3-4 ár þá er þetta náttúrulega bara eiginlega fáránlegt.  En svona er allt hægt ef hugurinn fylgir hönd.

Ég tók sem sagt þá ákvörðun í fyrra, eftir að hafa tekið þátt í þríþrautinni í London, í sprint vegalengd, sem er 750 m. sund, 20 km. hjól og 5 km. hlaup, að taka þátt aftur í ár og fara þá fulla olympíska vegalengd, en það er helmingi meira en sprint.

Ég var framan af ekkert sérstaklega dugleg að æfa, en synti alltaf 1x í viku og var ómarkvisst í ræktinni og úti að hlaupa.  Ég fór ekkert á hjólið fyrr en í maí og hjólaði 1x frá Egilsstöðum á Eskifjörð til að vera viss um að ég gæti nú hjólað 40 km.  Ég hljóp líka bara 1x 10 km. áður en að þátttöku kom.  En hugann var ég að undirbúa á hverjum degi og síðustu vikur fyrir þátttöku fór ég vegalengdina mína nokkrum sinnum á dag og alltaf áður en ég sofnaði......... í huganum.

Stóri dagurinn kom, hjólið var tilbúið, gallinn á stólnum og ég undirbjó hugann.  Ég er ekki að ljúga því að það var ÓTRÚLEGT AÐ KOMA Í MARK og það bara á 3 klst 32 mín............ tárin flóðu niður og mér leið eins og hefði unnið gull á Olympíuleikunum.  Það að ná svona "fáránlegu" markmiði er bara ólýsanlegt.

Ég ætla aftur að ári og nú hef ég tíma til að miða við, þannig að ég er byrjuð að æfa, ætla að leggja áherslu á sundið til að byrja með, enda er það ótrúlega góð uppbygging á vöðvum og þoli.  Ég hleyp 1x í viku 7-10 km.  Markmiðið er að hlakka til hreyfingarinnar á hverjum morgni og því veit ég að þetta verður síbreytilegt.

Hugann undirbý ég á hverjum degi, ekki bara fyrir þetta, heldur almennt fyrir það að ná markmiðum.  Því það eina sem stoppar mann í að ná árangri er maður sjálfur, og ég ætla sko EKKI að vera mín hindrun.

Ekki meir í bili, klikkið ekki á að horfa á myndbandið af okkur Íslendingunum og hví ekki bara að skella sér með okkur Verslunarmannahelgina 2009, í liðakeppni, 1 og sjálfur eða bara sem hluti af þessum ótrúlega hópi sem er að vinna með stærstu sigrum í lífinu!

 Skjáumst, DMS.

 

Klár í 1,5 km. sund í Thames River

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hjólaði 40 km.

 

 

 

 

 

 

 

 

Til hamingju með


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Skemmtileg færsla hjá þér Díana og  ég get alveg reynt að setja mig í sporin sem þú varst í, eins og þú manst  þá var ég svo heppinn að taka þátt i gleðinni með þér í fyrra  og fá að fylgjast mér þér og hinum hetjunum sem kepptu þá, þannig að ég kannast aðeins við umhverfið og  aðstæðurnar.  Sá árangur sem þú ert búinn að ná á  undraskömmum tíma er stórkostlegur og ég veit að hann er ekki bara mér mikil hvatning  heldur tugum annarra og þú hefur svo sannarleg sýnt hvað í þér býr.  Þú skoraðir á mig að koma næsta ár með þér í þríþrautina í London, ég held ég taki bara þeirri áskorun hér og nú og  fari með þér Olympiska vegalengd og upplifi það að fá Olympíugull eða eitthvað þaðan af meira.. á bökkum Thames á næsta ári ..

Hafðu það eins og þú vilt

Magnús G.

Magnús Guðjónsson, 29.8.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Life will never be the same...!!

Stórkostlegt að vita af því að maður hefur GÓÐ áhrif á fólk

Hlakka svaka mikið að vera með ykkur í LON Verslunarm.helgina 2009

If we can dream it, we can do it.................. SO LETS DO IT!

Life will never be the same...!!, 29.8.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband