Herbalife-árið mitt 2008

Það er alltaf svo gaman að horfa um öxl og rifja upp allt það skemmtilega sem maður hefur gert í lífinu, ég ætla að láta mér nægja að rifja upp árið 2008 núna Wink
  • Fyrst ber að telja það merka afrek mitt að hafa tekið, í annað sinn, þátt í þríþrautarkeppni í London, nú helmingi lengri vegalengd en árið þar áður.  Synti 1500 m. í Thames River, hjólaði 40 km. á götum Lundúnarborgar og hljóp 10 km. í Docklands London, allt þetta gerði ég á 3 klst og 33 mínútum og var ótrúlega stolt þegar ég kom yfir lokalínuna.
  • Ég fór á 1000 manna sportráðstefnu í Háskólabíói með einum af læknunum í vísindaráði Herbalife, Dr. Luigi Gratton.
  • Var ótrúlega stoltur dreifingaraðili þegar styrktarsamningur Herbalife við Götusmiðjuna var tilkynntur.
  • Hjálpaði fólki að ná ótrúlegum heilsuárangri.
  • Fór til Spánar og sat þjálfun í Barcelona, tók fjölskylduna með og nutum við veðurblíðunnar á ströndinni líka.
  • Steig á Olympíuleikvang Spánverja í Barcelona þar sem við byrjuðum og enduðum 6 km. styrktarhlaup til styrktar Herbalife Family Foundation.
  • Hitti ógrynni af fólki sem hefur náð ótrúlegum árangri í lífinu og fékk tækifæri að læra af þeim.
  • Stóð á sviði og veitti þjálfanir, þ.á.m. um markmiðasetningu.
  • Ræktaði fjölskylduna.
  • Sat 12 Herbalife námskeið innanlands.
  • Hélt utan um önnur 12 slík námskeið með öðru frábæru fólki.
  • Fór til Bornemouth UK á leiðtogaþjálfun Herbalife.
  • Söng á Silfur Dinner Herbalife.
  • Fékk fyrstu íþróttamennina sem dreifingaraðila og viðskiptavini.
  • Hitti og spjallaði við þrefaldan heimsmeistara í Fitness.
  • Lærði ótrúlega mikið um sjálfa mig og varð þar af leiðandi sterkari og verðmætari einstaklingur.

Gaman að deila einnig nokkrum markmiðum með ykkur fyrir Herbalife-árið mitt 2009:

  • Ná skilyrðum í frí til Atlantis Bahamas 2010
  • Fara til Prag í júlí á Evrópu Herbalife þjálfun
  • Hækka mig um þrep í markaðsplani Herbalife.  Verðlauna okkur fjölskylduna með Danmerkurferð þegar það næst.
  • Taka þátt í þríþraut og sportráðstefnu Herbalife í Stokkhólmi.
  • Standa fyrir þríþrautarkeppni á Eskifirði
  • Stofna göngu/skokkhóp, sund- og hjólahóp.
  • Vinna heilsuklúbbabikarinn, bæði einstaklings- og hópabikarinn.
  • Halda áfram að verða sterkari og verðmætari einstaklingur.

Mottóið mitt þetta árið:

Hamingja er ekki eitthvað sem er sjálfsagt, né er hún eitthvað sem þú óskar eftir.  Hamingju skapar þú sjálf/ur.

Ekki hika, fáðu upplýsingar um viðskiptatækifæri Herbalife, þetta er engu líkt LoL

www.heilsufrettir.is/arangur


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Þetta er frábært og ég hlakka til að taka þátt í öllu því sem er komið á teikniborðið okkar fyrir árið 2009. 

Solveig Friðriksdóttir, 7.1.2009 kl. 19:47

2 Smámynd: Alma Jónsdóttir

rakst á þig á vafrinu.
mín tilfinnig fyrir því sem þú ætlar þér er að þú náir því, finnst þú þannig þegar ég sé þig á skólum.
gangi þér bara æðislega vel með þetta.
kv
Alma

Alma Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Life will never be the same...!!

Takk fyrir það Alma.

Ótrúlega dýrmætt að fá svona komment.

Gangi þér vel sömuleiðis, WE CAN DO IT!!

Life will never be the same...!!, 15.1.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband