Horft út um gluggann

Mér verður stundum hugsað til þess hvað aðrir "sjá" þegar þeir horfa út um gluggann hjá sér!

Þegar ég horfi út um gluggann minn, þá sé ég Hólmatindinn minn, Hólmaborgina mína, hafið mitt, göturnar mínar, smábátahöfnina mína, sólina mína, æskuna mína, ég sé og finn hversu vel mér líður, ég sé framtíðina mína og ég sé draumana mína rætast.

Það er sama hvernig viðrar, þetta er alltaf það sem ég sé og það er vegna þess að ég veit nákvæmlega hvert ég er að stefna í lífinu.

Þess vegna hugsa ég oft um það hvað aðrir "sjá" því allt of margir hafa ekki hugmynd um hvert þeir eru að stefna og sjá því kannski frekar rigninguna og fjallið sem skyggir á sólina!

hmmmm... bara pæling!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband