Vorið er komið...

...og grundirnar gróa, gilin og lækirnir fossa á brún.

Syngur í runni og senn kemur lóa, svanur á tjarnir og þröstur í tún.

Nú tekur hýrna um hólma og sker, hreiðra sig blikinn og æðurin fer.

 Hæðirnar brosa og hlíðarnar dala, hóar þar smali og rekur á ból,

lömbin sér una um blómgaða bala, börnin sér leika að skeljum á hól.

 Er þetta ekki bara svona?  Eða teljum við okkur trú um eitthvað annað, kvef fylgi vorinu, allt verði ljótt og blautt, það hlýni ekki nógu hratt, snjórinn sé endalaus, rykið sjáist of vel, skólinn að verða búinn úff, hvernig höfum við ofan af f. börnunum............ og svoooo framvegis.

Ég trúi því að hver dagur sé sá besti í lífinu og ég er svooo löngu búin að gleyma á morgun hvernig veðrið var í gær.

Kíkið á þetta myndband og "jútúbið" svo Jim Rohn og horfið á eitt myndband á dag og lífið verður bara nákvæmlega eins og við sjáum það fyrir okkur, ekki eins og einhver annar leggur það upp í hendurnar á okkur Grin

Sjáumst og skjáumst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Takk fyrir hvatningu dagsins

Solveig Friðriksdóttir, 17.4.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Gaman að  sjá  blogg  frá  þér  Díana,  haltu  nú  áfram,  þú  hefur  svo  mikið að segja.. og  þetta  myndband  með  vísdómsorðum  Jim  Rohn  er  náttúrulega bara  til þess fallið að við höfum það eins og við viljum,  við  ráðum  manstu..

Sjáumst  vonandi um helgina..

Magnús Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband