Jááá, haldið að hún hafi ekki haft það af í markið!

Ég vaknaði kl. 06.15 laugardaginn 4. ágúst.  Úti skein sólin og það var það eina sem gæti mögulega angrað mig þann daginn!  Við Einar ætluðum að hjóla í höllina, hitta hina keppendurna og skrá okkur inn, ganga frá hjólunum f. keppni, fara í myndatöku með hinum Herbunum og flottu leiðtogu fyrirtækisins sem yrðu á staðnum og kl. 14.00 átti ég svo að keppa.  Stórkostlegt, það var bara komið að þessu.

Ég skil ekki enn að ég skyldi ekki vera stressuð.  Við hjóluðum af stað kl. 08.00, svolítið skrýtið að hjóla vinstra megin þannig að við reynum að vera eins mikið á gangstéttunum og við gátum svo við myndum nú örugglega komast til keppni.

Að koma hjólinu fyrir gekk slysalaust fyrir sig, ég tók mér góðan tíma í þetta og raðaði dótinu mínu upp á sem skilmerkilegastan hátt þannig að ég myndi nú örugglega þurfa sem minnstan tíma í skiptingunum.

Kl. 13.20 fór ég svo að hjólinu, klæddi mig í sexý "wetsuit-ið" og fór enn eina ferðina yfir það í huganum hvað ég ætlaði að gera fyrst og síðast þegar ég kæmi í fyrstu skiptingu og þakkaði fyrir það að hafa farið á keppnisfund stuttu áður þar sem maður fékk mörg góð ráð.

Ég stóð í þvögunni með hinum 399 konunum sem voru ræstar út um leið og ég og beið eftir að vera hleypt út úr byggingunni í 30 stiga hitann og út í ána Thames.  Eins og ég var búin að mikla það fyrir mér að fara út í þessa á, skítuga og kalda...... svo var þetta bara EKKERT MÁL!  Ég synti bara mína 750 metra eins og ég hefði aldrei gert annað þrátt fyrir að sjá ekki fæturna á næsta manni þó þeir væru nánast í augunum á mér, svo skítugt var vatnið!

Sundið gekk svakalega vel, hjólið mjög vel og hlaupið slapp... ég komst í mark! Wink

þríþraut london 07 00028

Ég tók fyrstu þríþrautina mína á 1.50.54, er húkkt, ætla aftur að ári og þá í Olympic vegalengd, sund 1500., hjól 40 km. og hlaup 10. km.

KEMURÐU MEÐ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

Glæsileg, innilega til hamingju með þetta afrek.

Veistu ég kem með á næsta ári, því þessir snillingar sem ákveða dagsetningarnar á þríþrautinni í London fannst greinilega svo leiðinlegt að ég kæmist ekki með þetta árið og færi hana bara um eina helgi fyrir mig.  Þessar elskur vissu það að ég yrði upptekinn um verslunarmannahelgina næstu árin. :)

Ég er meira segja búinn að panta mér Herbafötin og allt.

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 15.8.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með þetta frábæra afrek!!!

Guðrún Þorleifs, 15.8.2007 kl. 12:59

3 Smámynd: Life will never be the same...!!

Já Torfi, keppnin á næsta ári verður algjörlega geggjuð!

Gaman að skora á sjálfan sig, vini, vandamenn og viðskiptavinina sína að drífa sig bara í eina stóra frábæra helgarferð þar sem stórir persónulegir sigrar eru unnir!

Áfram Ísland, Áfram Herbalife!

Life will never be the same...!!, 15.8.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband